Williams fékk því innan við eitt prósent af heildarlaunum mótleikarans og vilja ýmsir meina að dæmin um kynbundinn launamun gerist ekki augljósari. USA Today sem greindi frá málinu og hafði eftir þremur mismunandi heimildarmönnum sem þekktu til málsins.
Taka þurfti upp atriði í myndinni aftur þar sem leikstjórinn, Ridley Scott, rak Kevin Spacey frá verkinu eftir að ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni komu fram fyrir nokkrum mánuðum. Réð Scott Christopher Plummer til þess að taka við hlutverki J. Paul Getty, sem Spacey hafði túlkað, og þurfti því að taka upp allar senur þar sem Getty kom við sögu aftur.
Hvorugt þeirra hefur tjáð sig um málið en Williams er ein af stofnendum herferðarinnar Time‘s Up, sem leidd er af 300 konum í skemmtanabransanum í Hollywood, og er ætlað að leiðrétta það valdaójafnvægi sem hefur ríkt þar sem og á almennum vinnumarkaði í Bandaríkjunum.
Ýmsar Hollywood-stjörnur hafa tjáð sig um málið á Twitter, eins og sjá má hér fyrir neðan, og fordæmt þennan launamun.
I heard for the reshoot she got $80 a day compared to his MILLIONS. Would anyone like to clarify? I really hope that with everything coming to light, she was paid fairly. She's a brilliant actress and is wonderful in the film. https://t.co/VzGA2ucAjV
— Jessica Chastain (@jes_chastain) January 9, 2018
This is so messed up that it is almost hard to believe. Almost. This is how this business works. I wonder if the studio or Wahlberg will do something to make the situation less insane. https://t.co/RsunBlOeCk
— Judd Apatow (@JuddApatow) January 10, 2018
Outrageously unfair- but it's always been like this. I was never, ever paid even a quarter of what the male lead received: Wahlberg got $1.5M for 'All the Money' reshoot, Williams paid less than $1,000 https://t.co/LrOjrHVjcp
— Mia Farrow (@MiaFarrow) January 10, 2018