Lögreglan þurfti að rjúka á vettvang vegna tannkremsdeilu samleigjenda Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2018 16:09 Maðurinn snöggreiddist þegar samleigjandinn vildi ekki lána honum tannkrem. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á dögunum kölluð út vegna tannkremsdeilu samleigjenda. Lögreglan greinir skilmerkilega frá málinu á Facebook-síðu sinni en þar segir að stundum sé erfitt að vita með fullkominni vissu um alvarleika mála fyrr en á vettvang er komið þegar kemur að fjölbreyttum verkefnum lögreglu. Í þessu tiltekna máli barst lögreglunni símtal úr heimahúsi þar sem tilkynnt var um ofbeldisverknað. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn en á heimilinu hafði slegið í brýnu milli tveggja samleigjenda og annar slegið hinn tvívegis í öxlina. „Átökin voru yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og engir áverkar sjáanlegir, né var vilji til að leggja fram kæru í málinu. Ofbeldismaðurinn var fullur iðrunar og vildi biðjast afsökunar á gjörðum sínum og sagði að upphaf málsins mætti rekja til tannkremstúpu á baðherbergi heimilisins,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar. Við frekari spurningar lögreglumanna sagðist sá sem veittist að samleigjanda sínum hafa ætlað að bursta í sér tennurnar fyrir svefninn en þá uppgötvað að tannkremið var búið. Hann bað samleigjandann um að lána sér tannkrem en samleigjandi harðneitaði og vildi ekki láta tannkremstúpuna af hendi. Við það snöggreiddist sá sem bað um tannkremið með fyrrgreindum afleiðingum. „Eftir að verkefni lögreglumannanna var lokið á vettvangi hafði annar þeirra á orði við hinn að þetta hlyti nú að hafa verið mjög dýrt tannkrem fyrst að ekki var hægt að fá lánað smávegis af því, án þess þó að í því fælist einhver viðurkenning á viðbrögðum ofbeldismannsins enda voru þau það alls ekki,“ segir lögreglan í Facebook-færslunni. Lögreglumál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á dögunum kölluð út vegna tannkremsdeilu samleigjenda. Lögreglan greinir skilmerkilega frá málinu á Facebook-síðu sinni en þar segir að stundum sé erfitt að vita með fullkominni vissu um alvarleika mála fyrr en á vettvang er komið þegar kemur að fjölbreyttum verkefnum lögreglu. Í þessu tiltekna máli barst lögreglunni símtal úr heimahúsi þar sem tilkynnt var um ofbeldisverknað. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn en á heimilinu hafði slegið í brýnu milli tveggja samleigjenda og annar slegið hinn tvívegis í öxlina. „Átökin voru yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og engir áverkar sjáanlegir, né var vilji til að leggja fram kæru í málinu. Ofbeldismaðurinn var fullur iðrunar og vildi biðjast afsökunar á gjörðum sínum og sagði að upphaf málsins mætti rekja til tannkremstúpu á baðherbergi heimilisins,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar. Við frekari spurningar lögreglumanna sagðist sá sem veittist að samleigjanda sínum hafa ætlað að bursta í sér tennurnar fyrir svefninn en þá uppgötvað að tannkremið var búið. Hann bað samleigjandann um að lána sér tannkrem en samleigjandi harðneitaði og vildi ekki láta tannkremstúpuna af hendi. Við það snöggreiddist sá sem bað um tannkremið með fyrrgreindum afleiðingum. „Eftir að verkefni lögreglumannanna var lokið á vettvangi hafði annar þeirra á orði við hinn að þetta hlyti nú að hafa verið mjög dýrt tannkrem fyrst að ekki var hægt að fá lánað smávegis af því, án þess þó að í því fælist einhver viðurkenning á viðbrögðum ofbeldismannsins enda voru þau það alls ekki,“ segir lögreglan í Facebook-færslunni.
Lögreglumál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira