#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:30 Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu. MeToo Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Brynhildur Björnsdóttir og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, sem eru hluti af stjórnendateymi #metoo-facebooksíðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja enn sögur af kynferðisofbeldi og mismunun berast á síðuna. Síðast í gær hafi ný saga borist. Einnig sé rætt um afleiðingar byltingarinnar, þá karlmenn sem hafa stigið til hliðar vegna #metoo-frásagna. Í dag var greint frá fjórða manninum, Jóni Páli Eyjólfssyni, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, sem hefur verið sagt upp störfum vegna #metoo frásagnar. „Auðvitað er þetta flókið því þetta er lítill bransi og umræðurnar litast af því að þetta eru menn sem konurnar hafa unnið með og þekkja, verið með í skóla og svo framvegis," segir Hreindís Ylva. Brynhildur bendir á að me too sé næsta skref í þróun sem hófst með frásögnum þolenda. „Þá fengu þolendur nöfn og raddir og nú eru gerendurnir að fá nöfn og auðvitað er það erfitt, sérstaklega í leikhúsbransanum þar sem nándin skiptir svo miklu máli í samstarfi.“ Facebook-hópur kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð er í nánu samstarfi við #metoo hópa í öðrum starfsgreinum. „Það eiga fleiri hópar eftir að stíga fram á nýju ári og þá koma fleiri skellir," segir Hreindís Ylva.Tekið skal fram að í sjónvarpsfréttinni sem tengd er hér við er sagt að Stefán Hallur Stefánsson hafi sagt upp störfum. Hið rétta er að hann er stundakennari við skólann og sagði sig frá ákveðnu verkefni til að skapa frið í skólanum en kennsluhættir höfðu verið gagnrýndir af nemendum. Stefán Jónsson sagði sig einnig frá ákveðnu verkefni af sömu ástæðu.
MeToo Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira