Vöruskiptahalli aldrei meiri í krónum talið Daníel Freyr Birkisson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Innflutningur neysluvara hefur aukist mikið að undanförnu og þannig jókst innflutningur á nýjum bílum til einkanota um 40 prósent fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Þá jókst innflutningur á heimilistækjum um 23 prósent. Fréttablaðið/GVA Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Halli af vöruskiptum við útlönd hefur aldrei mælst meiri en í fyrra þegar hann nam 172 milljörðum króna. Um er að ræða 60 prósenta aukningu frá fyrra ári, þegar hann var um 108 milljarðar. Sem hlutfall af landsframleiðslu var vöruskiptahallinn um 6,8 prósent og á þann mælikvarða hefur hann ekki verið meiri í tíu ár. Það er ekki síst innflutningur neysluvara sem er að aukast hratt um þessar mundir. Þannig jókst innflutningur á bílum til einkanota um 40 prósent á fyrstu tíu mánuðum síðasta árs og á heimilistækjum um 23 prósent yfir sama tímabil. Þetta kemur fram í greiningu frá Íslandsbanka sem byggð er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtust í fyrradag. Gerir greiningardeildin ráð fyrir afgangi upp á 270 milljarða af þjónustuviðskiptum á síðasta ári sem þýðir að viðskiptaafgangur Íslands við útlönd var um 100 milljarðar króna. Þetta er fimmta árið í röð þar sem viðskiptaafgangi er skilað en Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir það heyra til tíðinda. „Hagsaga síðustu áratuga geymir engin dæmi um fimm ára samfelldan viðskiptaafgang og við erum í raun og veru að snúa við blaðinu í þeim efnum.“ Ör vöxtur ferðaþjónustunnar á stóran þátt í þessu en greinin hefur einnig kallað á aukinn innflutning aðfanga vegna neyslu ferðamanna hér á landi. Ferðamönnum mun að öllum líkindum halda áfram að fjölga á þessu ári, líkt og undanfarin ár, en þó hægir á þeim vexti. Þannig mætti eiga von á því að vöruskiptahalli aukist á meðan dregur úr viðskiptaafgangi.„Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004-2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.Jón Bjarki segir skuldsetningu heimilanna hafa aukist örlítið undanfarið ár eða svo, en ekki sé hægt að bera hana saman við árin fyrir hrun bankanna. „Það er ólíku saman að jafna við uppsveifluna 2004 til 2008 þegar heimilin voru nokkuð skuldsett í upphafi sveiflunnar og einkaneysluvöxturinn að stórum hluta tekinn á láni,“ segir Jón og bætir við að aukin skuldsetning nú skýri lítinn hluta af vexti einkaneyslu. Staða heimilanna sé sterk í ríkjandi hagsveiflu. Hann segir langan veg frá því að við séum komin á varasamar slóðir hvað það varðar. Þó svo að vöruinnflutningur hafi aukist töluvert hefur útflutningur nokkurn veginn staðið í stað. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að útflutningur sjávarafurða hafi gefið aðeins eftir en á sama tíma hafi útflutningur á áli aukist nokkuð. Mælt í erlendum gjaldmiðli kemur þetta nokkurn veginn út á pari. Hann segir styrkingu krónunnar og aukinn kaupmátt eiga stóran þátt í auknum innflutningi. Bendir hann á að vöruskiptahallinn sé einn og sér kominn á svipaðar slóðir og fyrir hrun en svo lengi sem viðskiptajöfnuður er jákvæðari verði það lítið vandamál.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira