Langflestir styðja dánaraðstoð Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2018 06:00 Súsanna R. Sæbergsdóttir kannaði viðhorf nemenda HÍ til líknardráps og aðstoðar til sjálfsvígs í meistararitgerð sinni í félagsráðgjöf. vísir/stefán „Maður hefur ansi oft upplifað að fólk sé einfaldlega búið að gefa upp alla von. Þá finnur maður hvað fólk er tilbúið að deyja og vill fá að fara með reisn,“ segir Súsanna R. Sæbergsdóttir. Hún kannaði viðhorf nemenda Háskóla Íslands til annars vegar dánaraðstoðar og hins vegar til aðstoðar við sjálfsvíg. Hún mun ljúka námi í félagsráðgjöf í vor, en hefur einnig starfað sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Niðurstöðurnar sýndu að tæp 77 prósent eru annaðhvort mjög eða frekar jákvæð til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greindust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg, en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Sama hvort um var að ræða dánaraðstoð eða aðstoð við sjálfsvíg voru flestir sammála um að slíkt væri siðferðislega rétt ef sjúklingurinn glímir við ólæknandi sjúkdóm, sem erfitt er að meðhöndla og væri líklegur til að draga fólk til dauða. Þátttakendum fannst mikilvægt að sjúklingurinn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni og að hann gæti sjálfur innbyrt lyfin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í SuðvesturkjördæmiSúsanna vissi af einum Íslendingi sem hefur fengið slíka aðstoð og af fleirum sem myndu eða hefðu viljað það. „Fólk á sem sagt ekki rétt á að fara í dánar- eða sjálfsvígsaðstoð, en fólk getur óskað eftir þessari aðstoð. Ef fólk fær til dæmis grænt ljós í Sviss og getur sýnt fram á stöðu sína með læknaskýrslum frá læknum hér á Íslandi, þá er ekkert sem bannar það. Þú átt samt engan rétt á að fara í dánaraðstoð, en þú getur óskað eftir því. Það eru ströng viðmið sem þarf að uppfylla,“ segir Súsanna. Lögð var fram þingsályktunartillaga á Alþingi í mars árið 2017 sem verður lögð fram aftur í ár. „Tillagan gengur út á að fela heilbrigðisráðherra að gera könnun á því hvernig þessum málum er háttað í löndum í kringum okkur. Annars vegar hvort þetta hafi verið leyft, og ef svo er, hver reynslan hafi verið af því og hins vegar hvort einhver umræða sé um það í þessum löndum. Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Ég geri ráð fyrir að það verði flutningsmenn úr öllum eða nánast öllum flokkum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Maður hefur ansi oft upplifað að fólk sé einfaldlega búið að gefa upp alla von. Þá finnur maður hvað fólk er tilbúið að deyja og vill fá að fara með reisn,“ segir Súsanna R. Sæbergsdóttir. Hún kannaði viðhorf nemenda Háskóla Íslands til annars vegar dánaraðstoðar og hins vegar til aðstoðar við sjálfsvíg. Hún mun ljúka námi í félagsráðgjöf í vor, en hefur einnig starfað sem sjúkraliði á sjúkrahúsi. Niðurstöðurnar sýndu að tæp 77 prósent eru annaðhvort mjög eða frekar jákvæð til dánaraðstoðar. Aðeins voru um fimm prósent frekar eða mjög neikvæð. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort þeir vildu eiga kost á því að óska eftir slíkri aðstoð læknis ef kæmi upp sú staða að þeir greindust með ólæknandi sjúkdóm og upplifðu miklar þjáningar. Tæp 93 prósent þátttakenda vilja eiga kost á því, í stað þess að þjást og deyja af völdum sjúkdómsins. Ekki var um jafn mikinn stuðning að ræða þegar spurt var um aðstoð við sjálfsvíg, en tæp 45 prósent voru mjög eða frekar jákvæð. Sama hvort um var að ræða dánaraðstoð eða aðstoð við sjálfsvíg voru flestir sammála um að slíkt væri siðferðislega rétt ef sjúklingurinn glímir við ólæknandi sjúkdóm, sem erfitt er að meðhöndla og væri líklegur til að draga fólk til dauða. Þátttakendum fannst mikilvægt að sjúklingurinn óskaði sjálfur eftir aðstoðinni og að hann gæti sjálfur innbyrt lyfin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í SuðvesturkjördæmiSúsanna vissi af einum Íslendingi sem hefur fengið slíka aðstoð og af fleirum sem myndu eða hefðu viljað það. „Fólk á sem sagt ekki rétt á að fara í dánar- eða sjálfsvígsaðstoð, en fólk getur óskað eftir þessari aðstoð. Ef fólk fær til dæmis grænt ljós í Sviss og getur sýnt fram á stöðu sína með læknaskýrslum frá læknum hér á Íslandi, þá er ekkert sem bannar það. Þú átt samt engan rétt á að fara í dánaraðstoð, en þú getur óskað eftir því. Það eru ströng viðmið sem þarf að uppfylla,“ segir Súsanna. Lögð var fram þingsályktunartillaga á Alþingi í mars árið 2017 sem verður lögð fram aftur í ár. „Tillagan gengur út á að fela heilbrigðisráðherra að gera könnun á því hvernig þessum málum er háttað í löndum í kringum okkur. Annars vegar hvort þetta hafi verið leyft, og ef svo er, hver reynslan hafi verið af því og hins vegar hvort einhver umræða sé um það í þessum löndum. Svo bætti ég við fyrri tillöguna að ráðherra myndi framkvæma skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsfólks. Ég geri ráð fyrir að það verði flutningsmenn úr öllum eða nánast öllum flokkum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Dánaraðstoð Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels