Landsliðsþjálfarinn yfirgefur danska landsliðið í miðri æfingaferð í Abú Dabí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2018 17:30 Åge Hareide. Vísir/Getty Skíðaferð danska landsliðsþjálfarans í fótbolta hefur áhrif á undirbúning danska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Danir eru eins og við Íslendingar að undirbúa sig fyrir leiki sína á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Þar mæta Danir Frökkum, Áströlum og Perúmönnum. Åge Hareide er þjálfari danska landsliðsins og var staddur með liðinu í æfingaferð í Abú Dabí í Sameinuðum arabísku furstadæmunum. Danska liðið mætti Svíum í vináttulandsleik í gær og tapaði leiknum 1-0 þar sem sigurmarkið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Það var hinsvegar enginn Åge Hareide á hliðarlínunni því hann treysti sér ekki til að stýra liðinu í þessum leik. Ástæðan er að þessu 64 ára Norðmaður er sárþjáður af bakverkjum. Åge Hareide féll í skíðaferð milli jóla og nýárs og bakverkirnir voru orðnir svo miklir í æfingaferðinni í Abú Dabí að hann treystir sér ekki að vera lengur í Sameinuðum arabísku furstadæmunum. Hareide sagði TV2 frá því að hann hefði misst tilfinninguna í öðrum fætunum í flugferðinni til Abú Dabí. Nú þarf hann að harka af sér í annarri langri flugferð heim til Danmerkur. Jon Dahl Tomasson, aðstoðarþjálfari Åge Hareide, stýrði danska liðinu í leiknum við Svía en aðalþjálfarinn sat á sama tíma sárþjáður upp í stúku. „Ég vona að sleppa við aðgerð,“ sagði Åge Hareide við TV2 en sagðist jafnframt vera ánægður með að þetta hafi ekki gerst nær heimsmeistarakeppninni. Åge Hareide ætlaði að heimasækja alla dönsku landsliðsmennina í Evrópu á næstu mánuðum en segir að ekkert verði af því af því að hann geti hreinlega ekki ferðast í þessu ástandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Skíðaferð danska landsliðsþjálfarans í fótbolta hefur áhrif á undirbúning danska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Danir eru eins og við Íslendingar að undirbúa sig fyrir leiki sína á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Þar mæta Danir Frökkum, Áströlum og Perúmönnum. Åge Hareide er þjálfari danska landsliðsins og var staddur með liðinu í æfingaferð í Abú Dabí í Sameinuðum arabísku furstadæmunum. Danska liðið mætti Svíum í vináttulandsleik í gær og tapaði leiknum 1-0 þar sem sigurmarkið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Það var hinsvegar enginn Åge Hareide á hliðarlínunni því hann treysti sér ekki til að stýra liðinu í þessum leik. Ástæðan er að þessu 64 ára Norðmaður er sárþjáður af bakverkjum. Åge Hareide féll í skíðaferð milli jóla og nýárs og bakverkirnir voru orðnir svo miklir í æfingaferðinni í Abú Dabí að hann treystir sér ekki að vera lengur í Sameinuðum arabísku furstadæmunum. Hareide sagði TV2 frá því að hann hefði misst tilfinninguna í öðrum fætunum í flugferðinni til Abú Dabí. Nú þarf hann að harka af sér í annarri langri flugferð heim til Danmerkur. Jon Dahl Tomasson, aðstoðarþjálfari Åge Hareide, stýrði danska liðinu í leiknum við Svía en aðalþjálfarinn sat á sama tíma sárþjáður upp í stúku. „Ég vona að sleppa við aðgerð,“ sagði Åge Hareide við TV2 en sagðist jafnframt vera ánægður með að þetta hafi ekki gerst nær heimsmeistarakeppninni. Åge Hareide ætlaði að heimasækja alla dönsku landsliðsmennina í Evrópu á næstu mánuðum en segir að ekkert verði af því af því að hann geti hreinlega ekki ferðast í þessu ástandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira