Fær að halda dælunum gangandi um sinn Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. janúar 2018 15:15 Bjarni Har hóf störf í verslun föður síns fyrir um 60 árum. mynd/gunnhildur gísladóttir Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri. Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hefur ákveðið að aflétta takmörkunum tímabundið sem hún setti á eldsneytissölu kaupmannsins Bjarna Haraldssonar í Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Nefndin hafði um áramótin afturkallað leyfið og stefndi því í að tæplega níutíu ára olíusala verslunarinnar tæki enda. Málinu er þó hvergi nærri lokið, en Olís, rekstraraðili eldsneytisdælanna hefur nú fram á vor til þess að endurnýja olíutankana sem brjóta reglugerðir. Feykir, héraðsblað Norðurlands vestra, fjallaði fyrst um málið.Aldur tankanna „kominn út fyrir öll mörk“ „Ég er mjög ánægður,“ segir Bjarni Har eins og hann er iðulega kallaður, í samtali við Vísi en leyfið var upprunalega afturkallað þar sem að olíutankar verslunarinnar eru ekki í samræmi við kröfur til bensínstöðva, sem settar voru árið 1993.Bjarni ásamt einum af viðskiptavinum verslunarinnar í gegnum tíðina.mynd/kolbeinn tumiSigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar NV, segir að á stöðinni séu hvorki til staðar afgreiðslu- né áfyllingarplön og ekki heldur nein olíuskilja tengd þeim. Olíuskilja er búnaður sem skilur að vatn og olíu og tryggir að olía berist ekki út í umhverfið. Þá segir hann að aldur tankanna sé „kominn út fyrir öll mörk“ en samkvæmt reglugerð frá 1993 mega þeir ekki verða eldri en 25 ára. Tankar í Verslun Haraldar Júlíussonar eru hins vegar komnir á 36. ár. Tankar tærast með aldrinum og því eldri sem þeir verða aukast líkur á að þeir gefi sig.Ólíklegt að dælurnar verði við verslun Bjarna mikið lengurÞað er Olís sem sér um rekstur eldsneytisdælanna við verslunina og stendur til að finna þeim nýjan stað, og þá með sjálfsafgreiðslukerfi. „Við erum að leita eftir lóð og kemur vonandi í ljós í lok mánaðar hvar hún verður. Þegar það er komið á hreint þá hefjumst við handa og stefnum að því að opna nýja stöð með vorinu,“ segir Örn Franzson, tæknifræðingur í framkvæmdadeild Olís.Verzlun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki.Já.isÁður hafði staðið til að dælurnar fengju nýtt líf hjá kaupmanninum en í samþykkt heilbrigðisnefndarinnar frá 20. desember 2016 segir eftirfarandi:Í ljósi þess að uppbygging bensínstöðvar Olís við Aðalgötu 22 á Sauðárkróki samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins og að núverandi mengunarvarnir eru ekki í samræmi við reglugerð 35/1994 samþykkir nefndin að rekstri bensínstöðvar Olís á Sauðárkróki verði hætt eigi síðar en 31. desember 2017.Afar ólíklegt þykir því að dælurnar fái að ganga til frambúðar hjá kaupmanninum Bjarna Har sem hóf störf í verslun föður síns, Haraldar Júlíussonar, fyrir tæpum 60 árum síðan og tók síðar við rekstri.
Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira