Tekst Patriots að klára skylduverkið? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2018 20:12 Tom Brady og Rob Gronkowski hafa verið í miklum ham fyrir Patriots. Vísir/Getty Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld. NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar er kominn í fullan gang en um helgina mun ráðast hvaða fjögur lið keppa til úrslita í deildunum tveimur innan NFL, Ameríkudeildarinnar og Þjóðardeildarinnar. Átta lið standa eftir í baráttunni um að komast í Super Bowl sem fer fram í Minnesota þann 4. febrúar næstkomandi. Eitt þeirra lið er Minnesota Vikings sem er að keppast að því að verða fyrsta liðið sem spilar í Super Bowl á heimavelli. Víkingarnir mæta sterku liði New Orleans Saints annað kvöld en í kvöld fara fram tveir hörkuleikir. Öll úrslitakeppnin er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nick Foles.Fyrri viðureign kvöldsins er á milli Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons. Síðarnefnda liðið komst í Super Bowl í fyrra og var með unnin leik í höndunum gegn Patriots. En Tom Brady og félagar náðu ótrúlegri endurkomu og unnu að lokum í framlengingu. Atlanta hefur verið í sárum síðan en spilaði nógu vel til að komast í úrslitakeppnina. Um síðustu helgi vann liðið svo heldur óvæntan sigur á sjóðheitu liði LA Rams og hefur það gefið vonir um áframhaldandi gott gengi í úrslitakeppninni. Möguleikar Falcons eru talsverðir í kvöld, ekki síst þar sem að Ernirnir frá Philadelphia misstu leikstjórnandann Carson Wentz þegar hann sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Varamaður hans, Nick Foles, hefur ekki þótt spila vel í hans stað og þarf að gera talsvert betur í kvöld ætli Philadelphia - sem tapaði aðeins þremur leikjum allt tímabilið - að komast í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 21.40 en næturleikurinn verður viðureign áðurnefndra meistara í New England Patriots og Tennessee Titans.Tom Brady.Vísir/GettyFlestir reikna með öruggum sigri Patriots enda með bæði sigursælasta leikstjórannda (Tom Brady) og þjálfara (Bill Belichick) NFL-sögunnar í sínu liði. Titans er að sama skapi eitt versta liðið sem kemst í úrslitakeppnina í fjölda ára. Titans náði þó að vinna Kansas City Chiefs um síðustu helgi þrátt fyrir að lenda 21-3 undir. Það mun mæða mikið á leikstjórnandanum Marcus Mariota og hlauparanum Derrick Henry í kvöld, enda er vörn Patriots líklega veiki hlekkur liðsins. Það eina sem skyggir á Patriots þessa dagana er umdeild frétt ESPN sem fullyrðir að það hrikti í stoðum félagsins, ekki síst samstarfi þeirra Brady, Belichick og eigandans Robert Kraft. Allir hafa þó þvertekið fyrir innihald fréttarinnar og segja samstarf þeirra gott sem endranær. Bæði Patriots og Eagles sátu hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og mæta því úthvíld til leiks í kvöld.
NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sjá meira