Endurkomusigur hjá Örnunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 01:00 Rodney McLeod fagnar eftir að hafa fellt Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta Falcons. Vísir/Getty Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld. NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld.
NFL Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira