Yfirburðasigur meistara Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 04:51 Tom Brady þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld. Vísir/Getty New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Sjá meira
New England Patriots er komið í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar í NFL-deildinni sjöunda árið í röð eftir yfirburðasigur á Tennessee Titans á heimavelli í kvöld, 35-14. Gestirnir frá Nashville komust reyndar yfir í leiknum þegar Marcus Mariota gaf frábæra sendingu á Corey Davis sem þurfti að grípa boltann með einni hendi. Vörn Tennessee hafði þar að auki staðið sig vel gegn Tom Brady og sóknarliði Patriots og haldið honum í skefjum í fyrstu sóknum heimamanna. En það átti eftir að breytast snögglega í öðrum leikhluta. Sóknarvél Patriots fór þá að malla og náði James White að skora tvö snertimörk með stuttu millibili. Chris Hogan bætti því þriðja við áður en fyrri hálfleik lauk. Sigurinn var formsatriði fyrir Patriots eftir þetta og síðari hálfleikurinn var alger einstefna af hálfu heimamanna. Brandon Bolden og Rob Gronkowski bættu við snertimörkum áður en Davis skoraði sárabótarmark fyrir Titans - hans annað í leiknum. Brady spilaði frábærlega í leiknum og var með samtals 337 sendingajarda og þrjú snertimörk. Hann kastaði mikið í leiknum - alls 53 sendingar. Mariota var með 254 jarda og tvö snertimörk. En mestu munaði um að hlaupaleikurinn var slakur hjá Titans og Derrick Henry skilaði aðeins 28 jördum í tólf tilraunum. Vörn Patriots náði þar með að slá hættulegasta sóknarvopn úr höndum Mariota. Jack Conklin, hægri tæklarinn í sóknarlínu Titans, fór meiddur af velli snemma leiks og sneri ekki aftur. Gestirnir máttu ekki við því og var sóknarlínan aðeins skugginn af sjálfum sér en Mariota var felldur alls átta sinnum í leiknum. Patriots mætir annað hvort Pittsburgh Steelers eða Jacksonville Jaguars í úrslitaleiknum en þau eigast við klukkan 18.05 á morgun, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Leyfa ekki leikmanni sínum að reyna við eitt eftirsóttasta metið Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Tvöfaldur Ólympíumeistari endaði árið á sögulegan hátt Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sló út uppáhaldsspilara sonar síns Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Úkraínska landsliðið finnst hvergi Dagskráin í dag: Undanúrslit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný Mark ársins strax á fyrsta degi? Öruggt hjá Bunting og Littler frábær gegn Aspinall „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Hafnarfjarðarliðin völdu íþróttafólk ársins Þakklátur fyrir að vera á lífi og ætlar að spila aftur Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Háspenna þegar Dobey og MVG fóru í undanúrslit Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Sjá meira