Innlent

Neitaði að borga leigubíl og réðst á lögreglu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla er sögð hafa skellt bílhurð á fætur manns.
Lögregla er sögð hafa skellt bílhurð á fætur manns. vísir/eyþór
Einn var handtekinn í nótt eftir að leigubílstjóri hringdi á lögreglu vegna viðskiptavins sem neitaði að greiða fyrir aksturinn.

Lögregla kom á svæðið og afgreiddi málið en þegar kom að því að aka viðkomandi heim gekk það ekki betur en svo að sá hinn sami réðst á lögreglumennina. Var hann yfirbugaður og vistaður í fangageymslu að því fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá þurfti lögregla að hafa afskipti af tveimur einstaklingum sem voru með mikil læti á skemmistað í miðbænum.

Þegar lögregla kom á vettvang voru einstaklingarnir handteknir, annar vegna gruns um skemmdarverk og líkamsárás og hinn fyrir að neita að gefa upp hver hann væri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til komast að því hver hinn handtekni væri gekk það ekki upp og er sá einstaklingur nú vistaður í fangaklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×