Telur framgöngu dómsmálaráðherra hafa grafið undan trausti á nýtt dómstig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 17:03 Helgi Hrafn, þingmaður Pírata og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra tókust á um Landsréttarmálið. „Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
„Það sem er alvarlegt við þetta er ekki í sjálfu sér það að einhver lög hafi verið brotin. Það sem er alvarlegt við þetta er að þetta grefur undan trausti til þessa nýja dómstigs að því er virðist varanlega,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Landsréttarmálið svokallaða. Hæstiréttur Íslands komst í lok desember að þeirri niðurstöðu að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi brotið lög við skipun dómara við Landsrétt, nýs dómstigs.Helgi Hrafn Gunnarsson og Sigríður Á. Andersen voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þingmennirnir tókust hart á um málið. Í þættinum segir Helgi Hrafn að það hafi ekki komið neitt nýtt fram í málinu frá því í byrjun sumars. „Vegna þess að skipunin sjálf er byggð á lögbroti sem var varað við og sérfræðingar sem komu fyrir Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á þeim tíma vöruðu við því að ef ráðherra myndi ekki mæta rannsóknarskyldu sinni þá myndi það grafa undan trausti dómstólsins,“ segir Helgi Hrafn. Helgi er þeirrar skoðunar að nægur tími hafi verið til stefnu að skipa dómarana. „Það þurfti ekki að skipa fyrr en fyrsta júlí og Alþingi hefði alveg getað leyft ráðherra að halda áfram vinnunni í einn mánuð og haft stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í einn mánuð í viðbót þá hefði ráðherrann alveg getað skipað þetta lögunum samkvæmt en svo var ekki þrátt fyrir viðvörunarorðin og Hæstiréttur einfaldlega staðfestir þetta.“Helgi Hrafn sagði að dómsmálaráðherrann hefði í því ljósi viðvarana sem hún fékk farið meðvitað á svig við lög. Sigríður tekur orðum Helga Hrafns óstinnt upp: „Það eru nú ansi þung orð. Mikil ásökun. Það er auðvitað ekki þannig að ég hafi meðvitað tekið ákvörðun um að brjóta lög. Það er alveg fráleitt. Einhverjir myndu nú kalla meiðyrði út af minni áskorun en þetta,“ segir Sigríður. Að mati Sigríðar, dómsmálaráðherra er rannsóknarákvæði stjórnsýslulaga matskennt. „Hvenær er mál nægilega rannsakað? Það eru hátt í hundrað mál sem hafa ratað fyrir hæstarétt um þessa rannsóknarreglu þannig að lokaorðið um þessa rannsóknarskyldu það hvílir auðvitað ekki á ráðherra eða framkvæmdavaldi hverju sinni. Lokaorðið heyrir til dómstóla, hvenær rannsóknarskyldu hefur verið sinnt nægilega og í þessu tilviki þá liggur það fyrir núna að rannsóknarskyldu hafi ekki verið nægilega framfylgt,“ segir Sigríður. Það er margt í þessu ferli sem Sigríði finnst einboðið að skoða betur eins og tveggja vikna frestinn sem gefinn er, skipan hæfnisnefndar og fyrirkomulagið í heild. Helgi Hrafn gefur ekki mikið fyrir svar Sigríðar. „Með vísan til vinnunnar sem hæfisnefndin fer í. Ráðherra þurfti ekkert að breyta þessari listun. Það var engin kvöð á ráðherra að gera það. Ráðherra sýndi mjög einbeittan vilja til þess að gera það og var varaður við í þinginu og það kemur alveg fram í skjölum á Alþingi að þessi hætta var til staðar. Það voru sérfræðingar kallaðir til og þeir vöruðu við því að það yrði grafið undan trúverðugleika og trausti Landsréttar ef þetta færi svona fram, á grundvelli sama dóms og hæstiréttur núna tekur til númer 412 frá 2010. Þannig að það hefur ekkert nýtt komið fram. Það er einfaldlega þannig að ráðherra ákvað að fara þessa leið þrátt fyrir viðvörunarorðin og þá hlýtur ráðherrann að bera ábyrgð á því.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira