Vilja gera Facebook persónulegt á ný Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 20:15 Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“ Facebook Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“
Facebook Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira