Vilja gera Facebook persónulegt á ný Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 20:15 Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“ Facebook Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Auglýsingar og kostað efni munu spila talsvert minna hlutverk á Facebook á næstunni. Nýjum breytingum er ætlað að gera miðilinn persónulegri og sporna við brotthvarfi notenda. Sérfræðingur óttast ekki áhrifin á auglýsendur, enda sé markaðssetning á samfélagsmiðlum í stöðugri þróun. Tilkynnt var um áformin fyrir helgi, en stefnt er að því að notendur sjái í meira mæli efni sem tengist þeim persónulega. Vill fyrirtækið með þessu halda í notendur í síaukinni samkeppni við aðra miðla. Forsvarsmenn Facebook vilja með þessu bregðast við óánægju notenda, sem margir eru þreyttir á auglýsingum og markaðsefni sem oft fyllir fréttaveitur þeirra á miðlinum. Sigurður Svansson er sérfræðingur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, en hann segir Facebook smátt og smátt hafa verið að tapa fluginu hjá yngra fólki, sem hverfi yfir á aðra miðla. „Maður hefur tekið eftir því að yngri markhópurinn er farinn að hallast að samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat. Við höfum t.d. séð að í kostuðum auglýsingum erum við að ná mun betur til aldurshópsins 25 ára og yngri þegar við setjum auglýsingar á Instagram heldur en Facebook,“ segir Sigurður. Miðillinn ekki vaxið eins og búist var við Fyrirtæki hafa nýtt sér samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli á undanförnum árum, bæði með beinhörðum auglýsingum en auk þess með efni á borð við gjafaleiki og myndefni. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur þó að fyrirtæki hafi ekki ástæðu til að óttast fyrirhugaðar breytingar enn sem komið er. Hann segir slíka miðla ekki hafa öðlast eins mikið vægi á íslenskum auglýsingamarkaði og spáð var fyrir nokkrum árum. „Það sem við höfum séð er að vægi samfélagsmiðla á þessum markaði hefur ekki aukist eins og menn spáðu. Samkvæmt samantekt fjölmiðlanefndar má ætla að vægi samfélagsmiðla fyrir 2016 hafi verið um 20%,“ segir Andrés. Sigurður segir þetta þó þrýsta á auglýsendur að leggja meira í markaðsefni sitt á samfélagsmiðlum og beina því á rétta staði - frekar en að kasta því einfaldlega hugsunarlaust út á Facebook. „Það ýtir meira undir að fyrirtæki leggi meiri vinnu í strategíuna, hvernig þeir ætla að nota miðilinn. Bæði hvernig þeir ætla að eyða peningunum og hver er markhópurinn. Að beina þá markaðsfénu á viðeigandi markhópa, en ekki skjóta bara á alla.“
Facebook Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent