Reyndi að lenda í þrígang á Akureyri en hélt svo til Keflavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2018 16:41 Á myndinni má sjá hvernig flugvélin hringsólaði yfir Akureyri áður en vélinni var flogið til Keflavíkur. Flightradar24.com Boeing flugvél Enter Air, ENT501, gerði í þrígang tilraun til lendingar á Akureyrarflugvelli síðdegis í dag en án árangurs. Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjórinn gat lent vélinni. Tók hann þá ákvörðun að fljúga vélinni suður og lenda á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að Enter Air, sem flýgur með farþega hjá ferðaskrifstofunni Super Break, hafi komið að Eyjafirðinum hátt úr norðri. Vélin hafi lent í einhverjum vandræðum. Samkvæmt heimildum Vísis snúa að skorti á aðflugsbúnaði þegar vélum er lent úr norðri. Slíkur búnaður kostar um 70 milljónir króna eftir því sem fram kom í frétt RÚV um helgina. Vélinni var flogið einn hring og gerð önnur tilraun til lendingar. Þá hafi skyndilega byrjað að snjóa, svo mikið að flugbrautin á Akureyri var ekki lengur sýnileg. Fór vélin einn hring í viðbót áður en þriðja tilraun var áætluð. Hins vegar var skyggni engu skárr og því ákveðið að fljúga suður. Til stendur að fljúga fólkinu norður síðdegis eða í síðasta lagi á morgun. Um er að ræða beint flug frá Bretlandi en fyrsta ferð Enter Air var flogin á föstudaginn. Þetta var önnur ferð flugfélagsins til Akureyrar. Við þau tímamót var mikið fagnað á Akureyrarflugvelli og boðið var upp á pönnukökur og íslenskt vatn. Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Boeing flugvél Enter Air, ENT501, gerði í þrígang tilraun til lendingar á Akureyrarflugvelli síðdegis í dag en án árangurs. Veðurskilyrði virðast hafa komið í veg fyrir að flugstjórinn gat lent vélinni. Tók hann þá ákvörðun að fljúga vélinni suður og lenda á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að Enter Air, sem flýgur með farþega hjá ferðaskrifstofunni Super Break, hafi komið að Eyjafirðinum hátt úr norðri. Vélin hafi lent í einhverjum vandræðum. Samkvæmt heimildum Vísis snúa að skorti á aðflugsbúnaði þegar vélum er lent úr norðri. Slíkur búnaður kostar um 70 milljónir króna eftir því sem fram kom í frétt RÚV um helgina. Vélinni var flogið einn hring og gerð önnur tilraun til lendingar. Þá hafi skyndilega byrjað að snjóa, svo mikið að flugbrautin á Akureyri var ekki lengur sýnileg. Fór vélin einn hring í viðbót áður en þriðja tilraun var áætluð. Hins vegar var skyggni engu skárr og því ákveðið að fljúga suður. Til stendur að fljúga fólkinu norður síðdegis eða í síðasta lagi á morgun. Um er að ræða beint flug frá Bretlandi en fyrsta ferð Enter Air var flogin á föstudaginn. Þetta var önnur ferð flugfélagsins til Akureyrar. Við þau tímamót var mikið fagnað á Akureyrarflugvelli og boðið var upp á pönnukökur og íslenskt vatn.
Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira