Daginn lengir um fimm mínútur á dag í Reykjavík en um sjö mínútur í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 15. janúar 2018 21:00 Sólstafir yfir Reykjanesfjallgarði í dag, séðir frá Bústaðavegi í Reykjavík. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag: Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Landsmenn finna þessa dagana fyrir því hvernig skammdegið víkur með lengingu birtutímans og hækkandi sól. Daginn lengir þó mismunandi hratt eftir því hvar menn eru á landinu, eins og fram kom á Stöð 2 í kvöld. Sólris var í Reykjavík í morgun klukkan 10.54 en sólsetur nú síðdegis klukkan 16.20. Í borginni hefur daginn þegar lengt um eina klukkustund og sautján mínútur frá vetrarsólstöðum, samkvæmt tímtalsvefnum timeanddate.com. Fyrstu tvær vikurnar eða svo eftir vetrarsólstöður er lenging dagsins svo lítil að það er talað um að munurinn nemi bara hænufeti á dag. En svo fer breytingin að gerast hraðar og þessa dagana nemur lenging birtutímans yfir fimm mínútum á dag í Reykjavík og yfir sjö mínútum í nyrstu byggð landsins. Tölurnar eru þannig mismunandi eftir því hvar menn eru staddir á landinu. Þannig var lengd dagsins í Reykjavík í dag 5 klukkustundir og 25 mínútur en á Akureyri 4 klukkustundir og 44 mínútur, um fjörutíu mínútum styttri en í Reykjavík.Íbúar Reykjavíkur nutu dagsbirtu í dag í fimm klukkustundir og 25 mínútur, eða einni klukkustund og 17 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum 21. desember.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Munurinn er enn meiri á milli nyrstu og syðstu byggða landsins, Grímseyjar og Vestmannaeyja. Dagurinn varði í 4 klukkstundir og 16 mínútur í Grímsey en í 5 klukkustundir og 41 mínútu á Heimaey. Daginn lengir hins vegar hraðar fyrir norðan en sunnan. Þannig er lenging frá vetrarsólstöðum orðin ein klukkustund og 17 mínútur í Reykjavík, en ein klukkstund og 40 mínútur á Akureyri. Í Grímsey hefur daginn lengt um tvær klukkustundir og 3 mínútur frá 21. desember en í Vestmannaeyjum um eina klukkustund og 11 mínútur. Og eftir eina viku héðan í frá verða 40 mínútur búnar að bætast við daginn í Reykjavík, birtulengingin frá vetrarsólstöðum þá orðin um tvær klukkustundir. Þá verður hægt að fara að lýsa því yfir að skammdegið sé yfirstaðið og minna sig á að ekki eru nema þrír mánuðir í sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með myndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns af víkjandi skammdeginu í Reykjavík í dag:
Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira