Ísland í dag: „Ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 21:55 Sóli Hólm sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan: Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er alltaf kallaður, greindist með krabbamein 16. júlí síðastliðinn en er nú læknaður. Ísland í dag hitti Sóla Hólm fyrir skemmstu og fékk að heyra sögu hans. Sóli sagði frá því að hann hefði farið í sturtu að morgni 5. júlí síðastliðins en þegar hann skoðaði sig í spegli eftir þá sturtuferð tók hann eftir því að annar hálsvöðvinn var stærri heldur en hinn. Hann fór þá að hugsa hvort eitthvað gæti í raun amað að sér. Hann pantaði tíma hjá heimilislækni samdægurs og viðbrögð læknis bentu til þess að þessi bólga væri ekki út af hálsbólgu, líkt og Sóli hafði ímyndað sér.Sóli Hólm ásamt sambýliskonu sinni Viktoríu Hermannsdóttur og börnum þeirra.Stöð 2Hann fór í fjölda rannsókna sem leiddu í ljós að hann var með Hodgkins-eitlakrabbamein. Biðin eftir niðurstöðunni reyndist honum afar erfið og hann var búinn að ímynda sér að hann væri með krabbamein um allan líkamann. Eftir eins og hálfs sólarhrings bið kom í ljós að hann var með bólgna eitla í háls og brjóstholi og þyrfti að fara í lyfjameðferð. „Það fannst mér ennþá meira áfall, ég hélt að þetta yrði bara skorið í burtu og yrði góður eftir tvær vikur,“ sagði Sóli. Hann sagðist hafa verið snöggur að sætta sig við niðurstöðuna og hafði trú á því að batahorfur hans væri góðar. Sóli gekkst við því að þessi barátta hans við sjúkdóminn hafi reynst fólki í kringum hann erfiðari heldur en honum sjálfum. „Alveg tvímælalaust! Mamma var með flensueinkenni í marga daga og fór til læknis sem spurði hana hvort hún væri undir andlegu álagi. Þá sagði hún honum frá því að sonur hennar hefði verið að greinast með krabbamein og hann sagði að það væri það sem væri að hrjá hana og eftir það var hún hress,“ sagði Sóli. Faðir hann sagði einnig við Sóla að hann hefði sjálfur viljað taka þetta krabbamein á sig heldur en að horfa á son sinn greinast með það. „Ég skyldi það svo vel því ég myndi frekar vilja fá þetta heldur en börnin.“Sóli fór í sína síðustu lyfjameðferð 6. nóvember síðastliðinn.Stöð 2Sóli fór í sína síðustu lyfjagjöf 6. nóvember í fyrra og fékk að vita í lok nóvember að hann væri læknaður. Hann segir meinið hafa uppgötvast snemma og hafi svarað lyfjameðferðinni mjög hratt þá séu líkurnar frekar litlar á að það taki sig upp aftur. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Sóla í spilaranum hér fyrir neðan:
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Sjá meira
Sóli Hólm berst við krabbamein Segir krabbameinstegundina svara lyfjameðferð yfirleitt vel og batahorfur góðar. 3. október 2017 20:50
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24