Neysluvatnið öruggt og ekki þörf á að sjóða það Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2018 14:26 Þórólfur Guðnason sýndi myndatökumanni Stöðvar 2 fram á að drykkjarvatn á höfuðborgarsvæðinu væri öruggt með því að fá sér vænan sopa af vatnsglasi í dag. Vísir/Sigurjón Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt, að mati samstarfsnefndar um sóttvarnir sem fundaði í morgun. Tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er talin þörf á að sjóða vatn eða á öðrum varúðarráðstöfunum. Veitur greindu frá því í gær að jarðvegsgerlar hefðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar undanfarið. Hlákan hafi orðið til þess að yfirborðsvatn hafi komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Mengunin hefur mælst á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi nema Grafarvogi, Norðingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Engin mengun hefur mælst í neysluvatni í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir funduðu vegna þessa fyrir hádegi í dag. Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknis, heilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins. Niðurstaða fundarins var sú mengunin sé einangrað fyrirbæri í kjölfar vatnavaxtanna .Niðurstöður mælinga á vatninu benda til að ekki sé hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði vatn fyrir neyslu og ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Einnig er óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef embættis landlæknis.Eins og að drekka úr læk eða naga gulrót úr garðinumÁrný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir við Vísi að rúmlega rúmlega tvö hundruð gerlar hafi mælst í einum millilítra vatns í sýnum sem voru tekin á föstudag. Viðmiðunarmörkin eru hundrað gerlar í millilítra. Saurgerlar sem valda sjúkdómum hafa ekki greinst í dreifikerfinu. „Það er tekinn heildargerlafjöldi sem er samkvæmt reglugerð. Hann var yfir mörkum þannig að sýnin stóðust ekki ítrustu kröfur. Samkvæmt reglugerð er almenningur upplýstur um það. Það er bara verkferill,“ segir hún. Saurgerlar hafi aldrei fundist í dreifikerfinu. Þeir hafi hins vegar fundist í vatnsholum en þeim hafi strax verið lokað. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með ástandi vatnsins daglega í framhaldinu. Sýni voru tekin í gær og segir Árný að bráðabirgðaniðurstöður sýni enga saurgerlamengun. Það taki hins vegar þrjá daga að fá niðurstöðu um heildargerlafjölda í sýnunum. „Þessi heildargerlafjöldi sem við erum að tala um er bara svona eins og þú ferð og drekkur úr læk einhvers staðar úti í sveit eða rífur gulrót úr matjurtargarðinum og nagar hana án þess að þvo hana,“ segir Árný.Ekki óvanaleg hækkun María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í neysluvatnsgæðum hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir heildarfjöldi gerla hafi verið tvöfalt yfir viðmiðunarmörkun þá sé hækkun gildanna alls ekki óvanalega mikil. Gildin geti orðið hærri þegar yfirborðsvatn kemst í grunnvatn eins og gerst hafi í þessu tilfelli. Reglugerðir kveði hins vegar á um að gripið sé til ráðstafana þegar slík gildi mælast og að tilkynnt sé um það. „Þetta gefur bara til kynna að það hefur verið yfirborðsvatn sem hefur komið inn í. Við viljum náttúrulega helst fá grunnvatn því hér er vatn ekkert meðhöndlað,“ segir hún.Uppfært 15:40 Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega kom fram í fréttinni að gildin um gerla í vatni væru miðuð við við hundrað millilítra vatns. Það rétta er að miðað er við einn millilítra. Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira
Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er öruggt, að mati samstarfsnefndar um sóttvarnir sem fundaði í morgun. Tvöfalt hærri gildi gerla en leyfileg eru mældust í drykkjarvatni á föstudag. Ekki er talin þörf á að sjóða vatn eða á öðrum varúðarráðstöfunum. Veitur greindu frá því í gær að jarðvegsgerlar hefðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar undanfarið. Hlákan hafi orðið til þess að yfirborðsvatn hafi komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Mengunin hefur mælst á ýmsum stöðum höfuðborgarinnar og á Seltjarnarnesi nema Grafarvogi, Norðingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi og Mosfellsbæ. Engin mengun hefur mælst í neysluvatni í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir funduðu vegna þessa fyrir hádegi í dag. Fundinn sátu fulltrúar sóttvarnalæknis, heilbrigðiseftirlita Reykjavíkur, Kjósarsvæðis, Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, sýkingavarna- og sýklafræðideildar Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Matvælastofnunar, MATÍS, Veitna OHF og Geislavarna ríkisins. Niðurstaða fundarins var sú mengunin sé einangrað fyrirbæri í kjölfar vatnavaxtanna .Niðurstöður mælinga á vatninu benda til að ekki sé hætta á heilsufarslegum afleiðingum við neyslu þess. „Samstarfsnefndin telur ekki þörf á að almenningur á svæðum þar sem mengunin hefur mælst sjóði vatn fyrir neyslu og ekki sé þörf á sérstökum varúðarráðstöfunum. Einnig er óhætt að nota neysluvatnið í matvæla- og drykkjarframleiðslu,“ segir í tilkynningu sem birtist á vef embættis landlæknis.Eins og að drekka úr læk eða naga gulrót úr garðinumÁrný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir við Vísi að rúmlega rúmlega tvö hundruð gerlar hafi mælst í einum millilítra vatns í sýnum sem voru tekin á föstudag. Viðmiðunarmörkin eru hundrað gerlar í millilítra. Saurgerlar sem valda sjúkdómum hafa ekki greinst í dreifikerfinu. „Það er tekinn heildargerlafjöldi sem er samkvæmt reglugerð. Hann var yfir mörkum þannig að sýnin stóðust ekki ítrustu kröfur. Samkvæmt reglugerð er almenningur upplýstur um það. Það er bara verkferill,“ segir hún. Saurgerlar hafi aldrei fundist í dreifikerfinu. Þeir hafi hins vegar fundist í vatnsholum en þeim hafi strax verið lokað. Heilbrigðiseftirlitið mun fylgjast með ástandi vatnsins daglega í framhaldinu. Sýni voru tekin í gær og segir Árný að bráðabirgðaniðurstöður sýni enga saurgerlamengun. Það taki hins vegar þrjá daga að fá niðurstöðu um heildargerlafjölda í sýnunum. „Þessi heildargerlafjöldi sem við erum að tala um er bara svona eins og þú ferð og drekkur úr læk einhvers staðar úti í sveit eða rífur gulrót úr matjurtargarðinum og nagar hana án þess að þvo hana,“ segir Árný.Ekki óvanaleg hækkun María J. Gunnarsdóttir, sérfræðingur í neysluvatnsgæðum hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, segir að þrátt fyrir heildarfjöldi gerla hafi verið tvöfalt yfir viðmiðunarmörkun þá sé hækkun gildanna alls ekki óvanalega mikil. Gildin geti orðið hærri þegar yfirborðsvatn kemst í grunnvatn eins og gerst hafi í þessu tilfelli. Reglugerðir kveði hins vegar á um að gripið sé til ráðstafana þegar slík gildi mælast og að tilkynnt sé um það. „Þetta gefur bara til kynna að það hefur verið yfirborðsvatn sem hefur komið inn í. Við viljum náttúrulega helst fá grunnvatn því hér er vatn ekkert meðhöndlað,“ segir hún.Uppfært 15:40 Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega kom fram í fréttinni að gildin um gerla í vatni væru miðuð við við hundrað millilítra vatns. Það rétta er að miðað er við einn millilítra.
Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira