Netið í fyrsta sinn stærsti birtingamiðillinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:30 Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA Ljósmynd/Pipar Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum. Um 33 prósentum af birtingafé Pipar/MEDIA var varið í auglýsingar í vefmiðlum á síðasta ári. Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára. Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 prósent og sjónvarpsins úr 25 í 23 prósent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár. Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA, segir auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla. „Þróunin hefur verið stigvaxandi í þessa átt undanfarin ár. Hækkandi hlutdeild stafrænna birtinga hjá okkur er í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Allur vettvangur fyrir stafræna markaðssetningu hefur farið stigvaxandi hjá okkur sem og annars staðar undanfarin ár. Á næstu árum er því spáð að stafrænar birtingar verði komnar yfir 50 prósent af heildarbirtingum. Hvort sú þróun muni eiga við hérlendis mun svo koma í ljós en þróunin er klárlega í þá átt,“ segir hún.Netmiðlar sækja hratt fram á auglýsingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAHún bendir á að víða erlendis sé sjónvarpið yfirleitt stærsti birtingarmiðillinn. Hér á landi hafi dagblöðin hins vegar lengst af verið í afar sterkri stöðu með mestu hlutdeildina. Netið sé þó óðum að ná yfirhöndinni. Samhliða aukningu vefbirtinga hefur hlutfall erlendra netauglýsinga, svo sem á Google, Facebook, Instagram og YouTube, aukist jafnt og þétt síðustu ár. Rannveig segir að birtingar á erlendum vefmiðlum og umsjón og vinna við samfélagsmiðla hafi á síðasta ári verið 52 prósent af öllum vefbirtingum. Það sé mikil aukning frá fyrra ári þegar hlutfallið var 39 prósent. „Sama er uppi á teningnum í mörgum löndum í kringum okkar, þar sem netið er þegar orðið stærsti miðillinn og hefur á mörgum stöðum nú þegar tekið fram úr sjónvarpsauglýsingum sem hafa verið stærsti vettvangurinn erlendis hingað til,“ nefnir hún. Þess ber að geta að umræddar tölur um skiptingu birtingafjár hjá Pipar/MEDIA í fyrra eru meðaltalstölur. Þær sýna því ekki fullkomna skiptingu birtingafjárins.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Fjölmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Vefmiðlar voru í fyrra með stærsta hlutann af birtingakökunni hjá Pipar/Media, birtingaarmi Pipar/TBWA, einnar stærstu auglýsingastofu landsins. Er það í fyrsta sinn sem vefmiðlar taka fram úr dagblöðum í auglýsingabirtingum. Um 33 prósentum af birtingafé Pipar/MEDIA var varið í auglýsingar í vefmiðlum á síðasta ári. Til samanburðar var hlutfallið 27 prósent árið 2016. Þar á eftir komu dagblöð með 24 prósenta hlutdeild og sjónvarp með 23 prósent, en hlutdeild þeirra miðla lækkaði nokkuð á milli ára. Fór hlutdeild dagblaðsins úr 28 í 24 prósent og sjónvarpsins úr 25 í 23 prósent. Þá stóð útvarpsmiðillinn í stað með um 17 prósent birtingafjár. Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Pipar/MEDIA, segir auglýsingamarkaðinn breytast hratt um þessar mundir. Staða vefbirtinga sé að styrkjast jafnt og þétt á kostnað prent- og sjónvarpsmiðla. „Þróunin hefur verið stigvaxandi í þessa átt undanfarin ár. Hækkandi hlutdeild stafrænna birtinga hjá okkur er í takt við það sem er að gerast úti í heimi. Allur vettvangur fyrir stafræna markaðssetningu hefur farið stigvaxandi hjá okkur sem og annars staðar undanfarin ár. Á næstu árum er því spáð að stafrænar birtingar verði komnar yfir 50 prósent af heildarbirtingum. Hvort sú þróun muni eiga við hérlendis mun svo koma í ljós en þróunin er klárlega í þá átt,“ segir hún.Netmiðlar sækja hratt fram á auglýsingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EPAHún bendir á að víða erlendis sé sjónvarpið yfirleitt stærsti birtingarmiðillinn. Hér á landi hafi dagblöðin hins vegar lengst af verið í afar sterkri stöðu með mestu hlutdeildina. Netið sé þó óðum að ná yfirhöndinni. Samhliða aukningu vefbirtinga hefur hlutfall erlendra netauglýsinga, svo sem á Google, Facebook, Instagram og YouTube, aukist jafnt og þétt síðustu ár. Rannveig segir að birtingar á erlendum vefmiðlum og umsjón og vinna við samfélagsmiðla hafi á síðasta ári verið 52 prósent af öllum vefbirtingum. Það sé mikil aukning frá fyrra ári þegar hlutfallið var 39 prósent. „Sama er uppi á teningnum í mörgum löndum í kringum okkar, þar sem netið er þegar orðið stærsti miðillinn og hefur á mörgum stöðum nú þegar tekið fram úr sjónvarpsauglýsingum sem hafa verið stærsti vettvangurinn erlendis hingað til,“ nefnir hún. Þess ber að geta að umræddar tölur um skiptingu birtingafjár hjá Pipar/MEDIA í fyrra eru meðaltalstölur. Þær sýna því ekki fullkomna skiptingu birtingafjárins.Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fjölmiðlar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira