Hvíta húsið múlbatt Bannon Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:43 Steven Bannon sést hér ganga af fundi nefndarinnar. Vísir/Getty Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52