Hvíta húsið múlbatt Bannon Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 07:43 Steven Bannon sést hér ganga af fundi nefndarinnar. Vísir/Getty Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, neitaði að svara spurningum þingmanna í gær þegar hann var kallaður fyrir þingnefnd sem kannar möguleg tengsl Rússa við framboð Donalds Trump. Bannon sagðist hafa verið beðinn um það af starfsliði forsetans að svara engum spurningum sem lytu að starfi hans í kosningateyminu, Hvíta húsinu eða tímanum sem nú er liðinn frá því að hann sagði skilið við ráðgjafastörfin. Fram kemur á vef Guardian að þingmenn Demókrata í nefndinni hafi gagnrýnt Bannon harðlega og sagt hann ekki bundinn af þagnareiði. Vitnastefnan á hendur Bannon er þó ennþá í gildi og má hann því gera ráð fyrir að vera aftur kallaður fyrir nefndina í ljósi þagmælsku sinnar. Adam Schiff, forystumaður Demókrata í nefndinni, sagði við fjölmiðla eftir fundinn að þetta hlyti að vera í fyrsta skipti sem vitni hefur þverneitað að tjá sig að beiðni Hvíta hússins. Í gær kom svo einnig í ljós að Robert Mueller, alríkislögreglumaðurinn sem nú fer fyrir sérstakri rannsókn á sama máli, hefur einnig kallað Bannon til vitnis.Sjá einnig: Úr gullsölu í World of Warcraft í Hvíta húsið Bannon hefur mátt þola umtalsverða gagnrýni frá starfsmönnum Hvíta hússins og stuðningsmönnum forsetans eftir að ummæli hans úr bókinni Fire and Fury fóru á flug í upphafi árs. Sagði hann meðal annars að fundur sem sonur og tengdasonur forsetans áttu með Rússum í Trump-turninum í New York væri ekkert annað en landráð. Bandaríkjaforseti brást ókvæða við ummælunum og tók að úthúða Bannon í ræðu og riti. Sagði hann meðal annars að ráðgjafinn hafi misst vitið eftir að hann missti starfið í Hvíta húsinu. Þá sagði talsmaður Hvíta hússins að fjölmiðillinn Breitbart, sem Bannon nýtti óspart í aðdraganda forsetakosninganna, ætti að segja honum upp vegna ummælanna. Einungis örfáum dögum síðar var Bannon látinn taka pokann sinn hjá fjölmiðlinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42 Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Bannon yfirgefur Breitbart einn og vinalaus Bandamenn og stuðningshjarlar Bannon stóðu með Donald Trump í deilum þeirra. 9. janúar 2018 21:42
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Trump vill ekki fyrirgefa Bannon „Þegar þú ræðst gegn fjölskyldu einhvers, eins og hann gerði, tvö af börnum forsetans sem þjóna þessari þjóð og fórna með þjónustu sinni. Það er ógeðslegt.“ 8. janúar 2018 23:23
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52