Leit hjá fiskútflytjanda og eignir frystar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Framkvæmdastjórinn er grunaður um stórfelld skattaundanskot. Vísir/Valli Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks, skömmu fyrir áramót en Sigurður er grunaður um stórfelld skattaundanskot sem talin eru hlaupa á hundruðum milljóna króna. Eignir hans voru á sama tíma kyrrsettar og bankareikningar haldlagðir. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Embætti skattrannsóknarstjóra hefur haft mál Sigurðar til meðferðar frá Panama-lekanum svokallaða þar sem meðal annars kom fram að Sigurður Gísli hefði stofnað félagið Freezing Point Corp í Panama árið 2009, en eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann grunaður um skattsvik í gegnum fleiri en eitt félag. Héraðssaksóknari hefur sömuleiðis komið að rannsókn málsins, en embættið hefur kyrrsett eignir Sigurðar á meðan málið er til meðferðar. Skattrannsóknarstjóri framkvæmdi húsleitina á heimili hans á Arnarnesinu í Garðabæ. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort Sæmark tengist meintum skattalagabrotum. Sæmark er fiskútflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði sem skilaði hagnaði upp á rúmlega 29 milljónir króna árið 2016, og voru tekjur þess tæplega 7,8 milljarðar. Eigið fé félagsins er 520 milljónir króna. Sigurður er einn eigenda fjárfestingarfélagsins Óskabeins sem er meðal annars stór hluthafi í tryggingafélaginu VÍS og Kortaþjónustunni. Hann neitaði að tjá sig um málið, þegar eftir því var óskað. Þá sagðist Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar hjá embættinu. Sem fyrr segir var málið tekið til rannsóknar eftir Panama-lekann, en í framhaldi af honum keypti skattrannsóknarstjóri gögn er varða fjármuni Íslendinga í skattaskjólum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira