Erlent

Hollendingar deila rosalegum myndböndum af óveðrinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér má sjá hvernig tré rifnaði upp með rótunum í borginni Haag í Hollandi.
Hér má sjá hvernig tré rifnaði upp með rótunum í borginni Haag í Hollandi. Vísir/Getty
Fjórir hafa látist af völdum mikils storms sem hefur gengið yfir norðanverða Evrópu. Fréttastofa BBC sagði frá því að þrír hefðu látist í Hollandi og tveir í Þýskalandi í þessum öfluga stormi. 

Al Jazeera sagði frá því að nokkrir hefðu slasast í þessum hamförum, þar á meðal þrír sem urðu undir loftklæðningu sem hrundi á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

BBC segir vindhviður hafa náð allt að 39 metrum á sekúndu í þessum stormi og hefur hann raskað samgöngum víða. Lestarsamgöngur hafa legið niðri á tímum og þá hafa flugfélög þurft að aflýsa hundruð áætlunarferðum.

Hollendingar hafa margir hverjir deilt á samfélagsmiðlum myndum og myndböndum af þessum stormi og afleiðingum hans undir myllumerkinu #CodeRood sem þýðir rauður kóði á íslensku.

Þar má sjá hvernig þök hafa rifnað af húsum og þegar hjólreiðafólk ræður ekki við nokkurn skapaðan hlut í þessu óveðri. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×