Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2018 09:30 McKayla Maroney á frægri mynd með Obama. Vísir/Getty McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post. Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Sjá meira
McKayla Maroney er ein af meira en hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. McKayla Maroney er í hópi þeirra frægustu enda átti hún frábæran feril í fimleikunum og vann meðal annars Ólympíugull í London 2012. Þá var hún sextán ára en hún hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að Larry Nassar hafi byrjað að misnota hana þegar hún var þrettán ára gömul. McKayla Maroney sagði fyrst frá Nassar í október en hann misnotaði hana meira að segja á Ólympíuleikunum í London þar sem hún vann gull í liðakeppni. Hann hætti ekki fyrr en hún hætti í fimleikum árð 2013. Larry Nassar hefur játað að hafa brotið á sjö ólögráða stúlkum í Michigan en það er aðeins byrjunin því það er með ólíkindum að hann hafi komist upp með brot sín í svo langan tíma. Fórnarlömb Nassar fá tækifæri til að standa fyrir framan hann í réttinum eða að láta lesa fyrir sig yfirlýsingu. McKayla Maroney setti saman yfirlýsingu sem var lesin í réttinum og fyrir framan Larry Nassar í gær. „Ég hafði flogið allan daginn og alla nóttina með liðinu á leið til Tókýo,“ sagði McKayla Maroney í yfirlýsingu sinni en hún var þá að lýsa ferð sinni á alþjóðlegt fimleikamót í Japan og hvað gerðist þar. „Hann var búinn að gefa mér svefntöflu fyrir flugið og það næsta sem ég vissi var að ég var stödd ein með honum í hótelherberginu hans að fá „meðferð“. Ég hélt að ég myndi deyja þessa nótt,“ skrifaði Maroney.Aly Raisman, Gabby Douglas, McKayla Maroney, Kyla Ross og Jordyn Wieber unnu saman Ólympíugullið í liðakeppni á OL 2012.Vísir/Getty„Af því að foreldrar fengu ekki að koma í æfingabúðir landsliðsins þá gátu mamma og pabbi ekki séð hvað Nassar var að gera. Með þessu hefur hann búið til óverðskuldaða sektarkennd hjá elsku fjölskyldu minni,“ skrifaði Maroney og bætti við: „Larry Nassar á skilið að vera í fangelsi það sem eftir lifir ævi sinnar. Ekki bara vegna þess sem hann gerði mér, liðfélögum mínum og svo mörgum öðrum ungum stelpum heldur til þess að koma í veg fyrir að hann misnoti fleiri börn. Ég hvet ykkur til að gefa honum hámarksrefsingu,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Maroney. Það má lesa meira um þetta í umfjöllun Washington Post.
Fimleikar MeToo Mál Larry Nassar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Sjá meira