Ísfirðingar vilja nýjan flugvöll í Skutulsfjörðinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 20:10 Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Fréttir af flugi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson.
Fréttir af flugi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira