Ísfirðingar vilja nýjan flugvöll í Skutulsfjörðinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 20:10 Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson. Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ísafjarðarbær sem oft er einangraður ásamt öðrum hlutum norðanverðra Vestfjarða dögum saman, vill láta kann að leggja nýja flugvöll utar í Skutulsfirði. Völlurinn myndi liggja betur við helstu vindáttum og hægt yrði að fljúga blindflug að honum sem ekki er í boði á núverandi flugbraut. Reynslan sýnir að norðanverðir Vestfirðir geta verið einangraðir frá öðrum landshlutum dögum saman bæði á landi og í lofti vegna veðurs og ófærðar. Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir háværa og vaxandi kröfu um göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur en þegar Súðavíkurveginum er lokað er þjóðvegurinn að vestan til annarra landshluta einnig lokaður.Þá segir Gísli Halldór nauðsynlegt að skoða aðra möguleika varðandi flugvöll. En í dag myndu sennilega fáir leggja flugvöll þar sem núverandi flugbraut er. „Við búum náttúrlega við þær aðstæður að flugvöllurinn okkar er úreltur. Hann er vel yfir hálfrar aldar gamall og það er ekki hægt að nýta hann með blindflugi. Það er einmitt oft þannig hér að það stillir og lægir veðrið á kvöldin en þá getum við ekki nýtt flugvöllinn. Eins og væri hægt ef hann væri með blindflugsheimild,“ segir Gísli Halldór. Þess vegna þurfi að finna nýtt flugvallarstæði og bærinn hafi þrýst á það. Ísavía hafi sem betur fer hafið veðurmælingar fyrir nokkrum mánuðum á hugsanlegum stað. Þessi mál þurfi að kanna til hlítar.„Það sem við höfum verið að velta fyrir okkur og Ísavia er að mæla er flugbraut sem lægi fyrir neðan kirkjugarðinn í Hnífsdal og yfir það svæði þar sem nú er hraðfrystihúsið Gunnvör,“ segir bæjarstjórinn. Eigendur Gunnvarar hyggi á flutning. Slík flugbraut myndi liggja í norður og suður en núverandi braut liggur meira í norðaustur, suðvestur. Þessi framkvæmd myndi hins vegar kosta einhverja milljarða króna með landfyllingum og búnaði. „Þá myndi sú flugbraut liggja með Hnífsdalsveginum inn Skutulsfjörð. Endi hennar myndi ná út í tengsl við flugvitana og það væri þá hægt að fljúga blindflug þar sem áttir eru þar hagstæðari en inni við Kirkjubólshlíð,“ segir Gísli Halldór Halldórsson.
Fréttir af flugi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira