Hjartaknúsarar nutu áramótanna á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2018 07:43 Benedict Cumberbatch og Rupert Grint njóta feikilegra vinsælda um allan heim - þ.m.t. á Íslandi. Vísir/Getty Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Það virðist vera orðinn árlegur viðburður að alþjóðlegar stórstjörnur verji áramótunum á Íslandi. Síðastliðin áramót voru þar engin undantekning. Vísir hefur áður greint frá ævintýrum bassaleikara hljómsveitarinnar Blink 182, Mark Hoppus, sem meðal annars fann númeraplötu uppi á ónefndum jökli hér á landi.Sjá einnig: Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökla Að honum ólöstuðum voru þó hið minnsta tvær stjörnur, sem notið hafa meiri hylli á undanförnum árum, á Íslandi þegar nýja árið gekk í garð; leikararnir Rupert Grint og Benedict Cumberbatch. Hinn rauðhærði Grint gerði garðinn frægan sem hinn seinheppni en hjartahlýi Ron Weasley í kvikmyndaröðinni um galdrastrákinn Harry Potter. Þjónn á veitingastaðnum Kopar í Reykjavík birti mynd af sér með Grint eftir máltíð hans á gamlárskvöld og segir hún að með honum í för hafi verið átta manns.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta baraLoksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Benedict Cumberbatch er ekki síður kunnugur ævintýramyndum eftir leik sinn í stórmyndum á borð við Hobbitann, Star Trek, Doctor Strange, Avengers og Thor. Þá mega kvikmyndamenn setja sig í stellingar fyrir fjölmargar talsetningar hans á komandi ári en til stendur að hann muni ljá Trölla (þeim sem stal jólunum), Shere Khan (tígrísdýrinu sem eldaði grátt silfur við Móglí) og galdramanninum Lewis rödd sína. Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfði og þykka bók undir hendi skömmu fyrir áramót. Bókina, hattinn og stórleikarann má sjá á myndinni hér að neðan sem Birna María Yngri birti á gamlársdag. Bara við #benedictcumberbatch #égkannekkiaðveraalvarleg A post shared by birnamariayngri (@birnamariayngri) on Dec 30, 2017 at 5:57am PST
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Bassaleikari Blink 182 staddur á Íslandi: Fann númeraplötu uppi á jökli Saknar einhver númeraplötu? 1. janúar 2018 21:57