Prestar vilja miða kjör sín við alþingismenn og skólameistara Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2018 10:29 Jónas Þór Guðmundsson, formaður Kjararáðs, milli þeirra Agnesar Biskups og Kristjáns formanns PÍ. Samkvæmt markmiðalýsingu og greinargerð sem Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands (PÍ), sendi kjararáði 2016 og Vísir hefur undir höndum, hafa prestar lengi harmað sinn hlut og telja sig hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttum. Í greinargerðinni kemur fram að viðmiðunarstéttir presta séu alþingismenn og skólameistarar. Þá telja þeir rétt að miða kjör biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Ljóst er að prestar hafa sótt það nokkuð fast að launakjör þeirra bætt. Frumforsenda þess er að biskup hækki verulega í launum sem „forstöðumaður Þjóðkirkjunnar“. „Laun biskups Íslands verði leiðrétt til samræmis við margþætt opinbert forystuhlutverk hjá kirkju og þjóð og verði aftur miðuð við þá sem áður var miðað við, ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra,“ segir í markmiðalýsingu. Nokkuð hefur verið fjallað um endurskoðun kjararáðs á kjörum prestastéttarinnar og Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups yfir Íslandi. Víst er að Kristjáni Björnssyni hugnast sá fréttaflutningur lítt og hefur hann sent fréttastofu erindi vegna þessa. Kristján vill meina að umfjöllunin sé röng og villandi og til þess falla að varpa rýrð á Agnesi biskup persónulega. Ekki liggur fyrir nákvæmlega, samkvæmt erindi formanns, í hverju rangfærslunar felast en í bréfi Kristjáns til fréttastofu segir meðal annars: „Það er Prestafélag Íslands sem sendir inn megin greinagerðina til kjararáðs og það er stjórn PÍ sem óskaði eftir því snemma sumars 2015 við kjararáð að þessi hópur allur yrði tekinn til umfjöllunar og þar með biskuparnir.“Vildu enn hærri laun fyrir biskupÍ téðri greinagerð presta er farið ítarlega í saumana á kröfugerð sem snýr að launaflokkum. Talað er um nauðsyn þess að biskup Íslands hækki verulega í mánaðarlaunum og einingum auk þess sem talað er um kvaðir af búsetuskyldu á biskupssetrum – að þær verði metnar til eininga. Í niðurlagi í greinargerðinni kemur fram að prestar vilji að biskup Íslands sé í launaflokki 502-146 og fái 40 einingar að auki vegna ógreiddrar yfirvinnu. Samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs lenti biskup í launaflokki 142 sem þýðir að biskup er ekki með eins há laun og prestar hefðu kosið og skeikar þar um 170 þúsund krónum á mánuði. „Vegna margþættar opinberrar ábyrgðar og forystuhlutverks hjá kirkju og þjóð og vegna nauðsynlegrar leiðréttingar á kjörum hans skal leiðrétta laun biskups Íslands til samræmis við þá sem áður var miðað við. Skal biskup Íslands þiggja laun samkvæmt launaflokki 502-146 og fá greiddar 40 einingar mánaðarlega vegna mjög óreglulegs vinnutíma og ábyrgðar í opinberu starfi,“ segir í skjalinu.Vildu sérúrskurð vegna aukins álags Í markmiðaskjalinu sem snýr að nýjum sérúrskurði fyrir presta kemur fram að þeir telja sig hafa dregist aftur úr „sambærilegum viðmiðunarstéttum“ sem eru alþingismenn og og skólameistarar. „Mikilvægt er að leiðrétta samanburð við aðra sem kjararáð úrskurðar laun og önnur kjör. Prestar hafa dregist mjög aftur og nægir að benda á alþingismenn og skólameistara. Því er áríðandi að lægsti launaflokkur presta verði leiðréttur til samræmis við sambærilegar viðmiðunarstéttir út frá ábyrgð og þjónustu við íbúa prestakallsins.“ Þá kemur þar jafnframt fram að prestar vilja að laun biskups miðist við laun ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Prestafélag Íslands fer fram á nýjan sérúrskurð Kjararáðs „vegna breytinga sem orðið hafa á starfsumhverfi presta, sóknarpresta, héraðspresta, prófasta og biskupa frá síðasta sérúrskurði 2005. Einnig er vísað til þess að við sameiningar og hagræðingu hefur álag og ábyrgð í starfi aukist í almennri þjónustu, sálgæslu, samstarfi og vaktþjónustu við íbúa landsins. Markmið PÍ er að meta og flokka embættin betur eftir umfangi þeirra eftir nýjum leiðum. Þá leitar PÍ leiðréttinga á kjörum til samræmis við aðra sem heyra undir kjararáð,“ segir um forsendur kröfugerðar Prestafélagsins. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Samkvæmt markmiðalýsingu og greinargerð sem Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands (PÍ), sendi kjararáði 2016 og Vísir hefur undir höndum, hafa prestar lengi harmað sinn hlut og telja sig hafa dregist aftur úr viðmiðunarstéttum. Í greinargerðinni kemur fram að viðmiðunarstéttir presta séu alþingismenn og skólameistarar. Þá telja þeir rétt að miða kjör biskups við ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Ljóst er að prestar hafa sótt það nokkuð fast að launakjör þeirra bætt. Frumforsenda þess er að biskup hækki verulega í launum sem „forstöðumaður Þjóðkirkjunnar“. „Laun biskups Íslands verði leiðrétt til samræmis við margþætt opinbert forystuhlutverk hjá kirkju og þjóð og verði aftur miðuð við þá sem áður var miðað við, ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra,“ segir í markmiðalýsingu. Nokkuð hefur verið fjallað um endurskoðun kjararáðs á kjörum prestastéttarinnar og Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups yfir Íslandi. Víst er að Kristjáni Björnssyni hugnast sá fréttaflutningur lítt og hefur hann sent fréttastofu erindi vegna þessa. Kristján vill meina að umfjöllunin sé röng og villandi og til þess falla að varpa rýrð á Agnesi biskup persónulega. Ekki liggur fyrir nákvæmlega, samkvæmt erindi formanns, í hverju rangfærslunar felast en í bréfi Kristjáns til fréttastofu segir meðal annars: „Það er Prestafélag Íslands sem sendir inn megin greinagerðina til kjararáðs og það er stjórn PÍ sem óskaði eftir því snemma sumars 2015 við kjararáð að þessi hópur allur yrði tekinn til umfjöllunar og þar með biskuparnir.“Vildu enn hærri laun fyrir biskupÍ téðri greinagerð presta er farið ítarlega í saumana á kröfugerð sem snýr að launaflokkum. Talað er um nauðsyn þess að biskup Íslands hækki verulega í mánaðarlaunum og einingum auk þess sem talað er um kvaðir af búsetuskyldu á biskupssetrum – að þær verði metnar til eininga. Í niðurlagi í greinargerðinni kemur fram að prestar vilji að biskup Íslands sé í launaflokki 502-146 og fái 40 einingar að auki vegna ógreiddrar yfirvinnu. Samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs lenti biskup í launaflokki 142 sem þýðir að biskup er ekki með eins há laun og prestar hefðu kosið og skeikar þar um 170 þúsund krónum á mánuði. „Vegna margþættar opinberrar ábyrgðar og forystuhlutverks hjá kirkju og þjóð og vegna nauðsynlegrar leiðréttingar á kjörum hans skal leiðrétta laun biskups Íslands til samræmis við þá sem áður var miðað við. Skal biskup Íslands þiggja laun samkvæmt launaflokki 502-146 og fá greiddar 40 einingar mánaðarlega vegna mjög óreglulegs vinnutíma og ábyrgðar í opinberu starfi,“ segir í skjalinu.Vildu sérúrskurð vegna aukins álags Í markmiðaskjalinu sem snýr að nýjum sérúrskurði fyrir presta kemur fram að þeir telja sig hafa dregist aftur úr „sambærilegum viðmiðunarstéttum“ sem eru alþingismenn og og skólameistarar. „Mikilvægt er að leiðrétta samanburð við aðra sem kjararáð úrskurðar laun og önnur kjör. Prestar hafa dregist mjög aftur og nægir að benda á alþingismenn og skólameistara. Því er áríðandi að lægsti launaflokkur presta verði leiðréttur til samræmis við sambærilegar viðmiðunarstéttir út frá ábyrgð og þjónustu við íbúa prestakallsins.“ Þá kemur þar jafnframt fram að prestar vilja að laun biskups miðist við laun ráðuneytisstjóra, dómara og ráðherra. Prestafélag Íslands fer fram á nýjan sérúrskurð Kjararáðs „vegna breytinga sem orðið hafa á starfsumhverfi presta, sóknarpresta, héraðspresta, prófasta og biskupa frá síðasta sérúrskurði 2005. Einnig er vísað til þess að við sameiningar og hagræðingu hefur álag og ábyrgð í starfi aukist í almennri þjónustu, sálgæslu, samstarfi og vaktþjónustu við íbúa landsins. Markmið PÍ er að meta og flokka embættin betur eftir umfangi þeirra eftir nýjum leiðum. Þá leitar PÍ leiðréttinga á kjörum til samræmis við aðra sem heyra undir kjararáð,“ segir um forsendur kröfugerðar Prestafélagsins.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05 Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Sjá meira
Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. 28. desember 2017 20:05
Formaður Prestafélags Íslands: „Umfjöllunin til þess fallin að varpa sérstaklega rýrð á biskup“ Kristján sendi ritsjórn Vísis, Fréttablaðsins og Stöð 2 tölvupóst fyrr í kvöld þar sem hann segist vilja koma fram ákveðinni leiðréttingu eða áréttingu um málið. 30. desember 2017 22:54
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00