Innlent

Fangelsisvist fyrir að stela klinki frá Hjálpræðishernum

Sveinn Arnarsson skrifar
Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.
Söfnunarbaukar Hjálpræðishersins.
Karlmaður á fimmtugs- aldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra rétt fyrir áramót dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða samtals um 518 þúsund krónur í máls- og lög- mannskostnað. 

Var maðurinn dæmdur fyrir þjófnað, með því að hafa í lok mars í fyrra brotist inn í húsakynni Hjálpræðis- hersins á Akureyri og stolið þaðan velferðarsjóði trúarsamtakanna auk kaffisjóðs þeirra en áætlað er að hann hafi haft upp úr innbrotinu um sex þúsund krónur. 

Maðurinn neitaði sök í málinu fyrir dómi og því þurfti að ákveða aðalmeðferð í málinu. Við aðalmeð- ferð breytti maðurinn afstöðu sinni til ákærunnar og játaði skýlaust brot sitt. 

Sakaferill mannsins samkvæmt dómi Héraðsdóms hafði verið nær óslitinn frá árinu 1990 til ársins 2005. Einnig hafði hann verið dæmdur ítrekað á árunum 2013 til 2017. Hæstiréttur dæmdi manninn í apríl 2017, fyrir fjögur þjófnaðarbrot, til- raun til þjófnaðar, fjársvika og nytj- astuldar auk ólögmætrar meðferðar á fundnu fé, í fjögurra mánaða fangelsi. 

Þegar brotaferill mannsins var skoðaður var ákveðið að hann sæti í fangelsi í tvo mánuði. Auk þess þarf hann að greiða skipuðum verjanda sínum 358 þúsund krónur, 139.000 krónur í ferðakostnað auk 21.368 króna í útlagðan kostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×