Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur gert breytingar á reglugerð um deildabikarkeppni karla í fótbolta en þetta var ákveðið á síðasta fundi stjórnarinnar fyrir jól.
Breytingartillaga á reglugerðinni, sem samþykkt var af stjórn á fundi 18. desember síðastliðinn, var unnin af mótanefnd KSÍ en um er að ræða breytingar á grein 2.6.
Breytingar þessar gera ráð fyrir nýju fyrirkomulagi í úrslitakeppni A-deildar í deildarbikarkeppni karla.
Áður gerði reglugerðin ráð fyrir að átta lið tækju þátt í úrslitakeppni A-deildar. Eftir samþykktar breytingar munu aðeins fjögur lið taka þátt í úrslitakeppni A-deildar.
Þau fjögur lið sem enda í efsta sæti í hverjum riðli, R1, R2, R3 og R4, leika í undanúrslitum. Sigurvegarar í undanúrslitum A-deildar leika til úrslita. Sigurvegari í úrslitaleik A-deildar telst Deildabikarmeistari KSÍ.
Lengjubikarinn 2018 - Riðlaskipting
Riðill 1
Fram
ÍA
ÍBV
Njarðvík
Valur
Víkingur R.
Riðill 2
Breiðablik
ÍR
KA
KR
Magni
Þróttur R.
Riðill 3
Fjölnir
Haukar
Keflavík
Leiknir R.
Stjarnan
Víkingur Ó.
Riðill 4
FH
Fylkir
Grindavík
HK
Selfoss
Þór
