Real mistókst að saxa á Börsunga og er titilvörnin nánast úr sögunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. janúar 2018 21:15 Ronaldo sækir á vörnina í kvöld. vísir/getty Real Madrid mistókst að nýta sér leik sem þeir áttu inni til að saxa á forskot Börsunga á toppi deildarinnar en Celta Vigo náði að krækja í stig í 2-2 jafntefli í kvöld. Daniel Wass kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Gareth Bale minnti á sig og svaraði með tveimur mörkum fyrir lok hálfleiksins. Leiddi Real Madrid í hálfleik og bjargaði Keylor Navas liðsfélögum sínum þegar hann varði vítaspyrnu Iago Aspas í upphafi seinni hálfleiks en það reyndist ekki nóg. Wass var aftur á ferðinni þegar hann lagði upp jöfnunarmark Maximiliano Gomez á 82. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og skyldu liðin því jöfn. eftir leikinn er Real Madrid í 4. sæti með 32 stig, 16 stigum á eftir Barcelona en á leik til góða en það verður að teljast nánast ómögulegt að þeir verji titilinn Celta Vigo fagnar stiginu enda að reyna að lyfta sér frá fallsæti í deildinni en Celta er í 14. sæti með 22 stig. Spænski boltinn
Real Madrid mistókst að nýta sér leik sem þeir áttu inni til að saxa á forskot Börsunga á toppi deildarinnar en Celta Vigo náði að krækja í stig í 2-2 jafntefli í kvöld. Daniel Wass kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Gareth Bale minnti á sig og svaraði með tveimur mörkum fyrir lok hálfleiksins. Leiddi Real Madrid í hálfleik og bjargaði Keylor Navas liðsfélögum sínum þegar hann varði vítaspyrnu Iago Aspas í upphafi seinni hálfleiks en það reyndist ekki nóg. Wass var aftur á ferðinni þegar hann lagði upp jöfnunarmark Maximiliano Gomez á 82. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og skyldu liðin því jöfn. eftir leikinn er Real Madrid í 4. sæti með 32 stig, 16 stigum á eftir Barcelona en á leik til góða en það verður að teljast nánast ómögulegt að þeir verji titilinn Celta Vigo fagnar stiginu enda að reyna að lyfta sér frá fallsæti í deildinni en Celta er í 14. sæti með 22 stig.