Algengt að karlkyns þolendur nauðgana upplifi hótanir, kúgun og mútur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. janúar 2018 15:15 Neyðarmóttaka fyrir þolendur nauðgana er staðsett á Landspítalanum í Fossvogi og er opin allan sólarhringinn, allan ársins hring. vísir/heiða helgadóttir „Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Það hefur sýnt sig að áföll í æsku leiða drengi oft út í afbrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu,“ sagði Dr. Sigrún Sigurðardóttir lektor og formaður Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, í erindi sínu í dag á ráðstefnunni Þöggun, skömmin og kerfið. Hún varði síðasta sumar doktorsritgerð sína Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Þolendur nauðgana upplifa oft sjálfsásökun, skömm og sektarkennd. „Það sem að er kannski mjög algengt með drengi sem þolendur eru þessar hótanir, kúgun og mútur. Þeir þiggja peninga, þeir fá síma, þeir fá áfengi og oft eru þeir mjög ungir þegar þeir verða á vegi ofbeldismannsins.“Upplifa fordóma og efast um kynhneigð sína Sigrún segir að það sé erfitt að segja frá fyrir þá sem hafi þegið áfengi og verða fyrir broti, erfitt sé að segjast hafa orðið fyrir broti og að segja svo frá því að hafa drukkið undir lögaldri. „Þeir upplifa fordóma, bæði fordóma frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni og samfélaginu, út af því að þeir eru karlmenn. Það er mjög algengt að karlmenn segi ekki frá, leiti sér ekki hjálpar og kæri því ekki.“ Tölfræðin yfir fjölda karlmanna sem kæri nauðgun eða leiti á neyðarmóttöku, gefi því ekki rétta mynd af tíðninni. „Þeir eru einnig að glíma við efasemdir um kynhneigð, vegna þess að drengir sem eru misnotaðir af karlmönnum, halda jafnvel að þeir séu samkynhneigðir.“ Sigrún segir að karlmenn sem verði fyrir kynferðisbroti efist stundum um karlmennskuímynd sína. „Segja að þetta sé eitthvað svona „matcho-dæmi“ að þú nauðgar ekki karlmönnum. Að þeir eiga að vera sterkir og standa upp og svara fyrir sig og geta barist á móti.“Tæpur helmingur fanga orðið fyrir kynferðisbroti Erlendar rannsóknir hafa sýnt að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku, þó finnast rannsóknir allt frá 3 til 23 prósent algengi. Sigrún segir að erfitt er að rannsaka karlmenn sem þolendur kynferðisofbeldis að oft náist ekki til karla og drengja sem eru fíkniefnaneytendur eða í fangelsi eða hafa tekið sitt eigið líf. „Rannsókn sem var gerð í Háskólanum á Akureyri á meðal fanga um ofbeldi, þar kom fram að fimmtíu prósent karlkyns fanga á Íslandi sögðu frá kynferðislegu ofbeldi í æsku.“ Sigrún segir að afleiðingarnar séu brotin sjálfsmynd, andfélagsleg hegðun, námserfiðleikar, áfengis- og fíkniefnamisnotkun, afbrot, félagsleg einangrun, sjálfsskaðandi hegðun og sjálfsvígshugsanir. Segir hún að þolendurnir gefist á endanum upp ef kerfið er ekki að virka, ef það er ekki að hjálpa þeim. „Alvarlegustu afleiðingarnar eftir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi meðal karla eru sjálfsvíg.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50