Hlynur: Þýðir ekki að vera sprunginn eftir þrjár mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. janúar 2018 21:21 Hlynur Bæringsson, leikmaður Stjörnunnar, var að frákasta vel í kvöld eins og svo alloft áður. vísir/ernir „Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði. Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
„Mér fannst leikurinn erfiður. Það var erfitt að spila á móti þeim á löngum köflum, fyrir utan þriðja leikhlutann þegar við gerðum mjög vel, að öðru leyti fannst mér þetta svolítið erfiður leikur ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ voru orð Hlyns Bæringssonar eftir tap Stjörnunnar gegn KR í Domino’s deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan tapaði 85-70 í Vesturbænum, en eftir að hafa lent 20 stigum undir náði Stjarnan að koma til baka og minnka muninn niður í tvö stig. Þá tóku heimamenn við sér og sigruðu að lokum með 15 stigum. „Við hefðum þurft að spila betri vörn,“ svaraði Hlynur aðspurður hvað hans menn hefðu þurft að gera til að fara með sigur. „Þeir gerðu mjög vel, Kristófer var mjög kröftugur og var allt of oft að fá opna leið á hringinn og þá er hann frábær að nýta sér það. Hann gerði það mjög vel og Pavel fann hann mjög vel.“ „Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir það en það gekk ekki. Þeir eru tveir mjög góðir leikmenn og þess vegna fór þetta svoleiðis. Fyrst og fremst þarna sem við hefðum getað gert betur, fyrir utan að hitta stærri skotum. Það hefði alveg mátt fara einn og einn þristur niður, þetta var ekkert alslæmt í seinni hálfleik, við vorum alveg í séns.“ Stjarnan hitti aðeins 5 af 28 þriggja stiga skotum í leiknum og fyrsti þristurinn kom ekki fyrr en í þriðja leikhluta. Tók áhlaupið í þriðja leikhluta, þar sem þeir náðu að minnka muninn niður, of mikið á? „Við vorum kannski ekki alveg búnir, en jú jú, ég var alveg þreyttur ef ég segi fyrir sjálfan mig. En maður á nú alveg að þola það.“ „Þetta tók orku, og þessi kafli sem við vorum að minnka þetta niður þá vorum við ekki að stilla upp heldur fara svolítið vilt í pick-og-roll á körfuna og láta vaða. Það kannski tekur meiri orku heldur en kerfisbundið hjakk, svo jú kannski tók þetta á. Þá eigum við einfaldlega að vera í betra formi til þess að höndla það. Það þýðir ekkert að geta tekið þriggja mínútna run og vera sprunginn,“ sagði Hlynur. Stjarnan spilar ekki leik fyrr en eftir 11 daga, þann 18. janúar, því fram undan er úrslitahelgi Maltbikarsins og þar eru Stjörnumenn ekki lengur með. Hlynur vildi ekki meina að pásan hjálpaði Stjörnuliðinu. „Nei, mér finnst hún bara hundleiðinleg ef ég á að segja alveg eins og er. Hún hjálpar mér ekki neitt, ég verð alltaf hálf þunglyndur bara að vera aldrei með í þessum helvítis bikar.“ Hann átti ekki von á því að taka auka hlaupaæfingar til þess að koma forminu í lag. „Ég veit það ekki. Ég held ég væri að ljúga ef ég myndi segja að það væri mikið af hlaupaæfingum. Það er þó aldrei að vita nema ég taki nokkra spretti,“ sagði Hlynur Bæringsson léttur í bragði.
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins