Dóttir Woody Allen hefur fengið nóg af hræsni þeirra sem kjósa að starfa með föður hennar Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2018 14:25 Kristen Stewart og Blake Lively með Woody Allen á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2016. Vísir/Getty Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop. Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu feðramönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi kynferðislega áreitni og valdníðslu í garð kvenna í Hollywood undanfarna mánuði. Dóttir leikstjórans Woody Allen, Dylan Farrow, hefur þó sakað nokkra innan Hollywood um hræsni þegar kemur að þessari baráttu. Hefur Farrow til dæmis gagnrýnt leikkonuna Blake Lively og leikarann Justin Timberlake fyrir að starfa með föður hennar þrátt fyrir að styðja baráttu gegn kynferðislegri áreitni. Mia Farrow ásamt Dylan Farrow.Vísir/Getty Farrow, sem var ættleidd af Woddy Allen og leikkonunni Miu Farrow, segir Allen hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var sjö ára gömul. Hún greindi fyrst frá málinu í opnu bréfi sem tímaritið New York Times birti árið 2014. Woody Allen hefur neitað þessum ásökunum en á vef Mashable er á það bent að dómari í forræðismáli milli hans og Miu Farrow á tíunda áratug síðustu aldar hefði komist að þeirri niðurstöðu að hegðun Woody Allen í garð dótturinnar hefði verið algerlega óviðunandi. Farrow segist styðja baráttuna sem á sér í stað í dag en skilur ekki hvers vegna stjörnur sem segjast styðja baráttuna starfi þó áfram með föður hennar. „Ég á erfitt með að skilja hvernig kona, sem trúir því að Woody Allen sé valdeflandi fyrir konur, geti tekið sér hlutverk baráttukonu fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Farrow um Lively í yfirlýsingu sem birt var á Buzzfeed. Kate Winslet og Justin Timberlake með Woody Allen við tökur á myndinni Wonder Wheel.Vísir/Getty Um Justin Timberlake hafði hún þetta að segja: „Ég á erfitt með það að jafn valdamikill maður og Justin Timberlake geti sagst vera heillaður af baráttu kvenna og styðja þær en í sömu andrá segir hann draum sinn hafa ræst þegar hann vann með Woody Allen.“ Rúmlega 300 konur rituðu nafn sitt við yfirlýsinguna Time´s up í desember síðastliðnum þar sem þær lýstu yfir stuðningi við baráttu sem miðast að því að uppræta kerfisbundið kynferðislegt ofbeldi í Hollywood, sem og öðrum starfsstéttum. Þar á meðal voru nokkrar leikkonur sem hafa unnið með Wood Allen. Leikkonurnar eru Blake Lively sem lék í Café Society, Emma Stone sem lék í Magic in the Moonlight og Irrational Man, Greta Gerwig sem lék í To Rome with Love, Cate Blanchet sem lék í Blue Jasmine og Scarlett Johansson sem lék í Scoop.
Mál Woody Allen Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45 Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31 Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55 Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu feðramönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Sáu svart á Golden Globes í ár Leikkonur í Hollywood sýndu samstöðu á Golden Globes hátíðinni í gær með því að mæta allar í svörtum kjólum, hver annarri glæsilegri. 8. janúar 2018 09:45
Seth Meyers skaut fast á Harvey Weinstein og Kevin Spacey Opnunarræðu Seth Meyers, gestgjafa Golden Globe-hátíðarinnar, var beðið með nokkurri eftirvæntingu í nótt. 8. janúar 2018 08:31
Oprah Winfrey stal senunni á Golden Globe með tilfinningaþrunginni ræðu Bandaríski þáttastjórnandinn og leikkonan Oprah Winfrey varð í nótt fyrsta svarta konan til að hljóta Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni en um er að ræða heiðursverðlaun hátíðarinnar. 8. janúar 2018 07:55
Táknrænn skartgripur á rauða dreglinum Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin í gærkvöldi, og margar skörtuðu svipuðum skartgrip. 8. janúar 2018 19:30