Sport

Setti stera í drykk keppinautar síns og fékk átta ára bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suzuki má næst keppa árið 2026.
Suzuki má næst keppa árið 2026. Vísir/Getty
Japanskur kajakræðari var nýverið dæmdur í átta ára bann vegna lyfjamisnotkunar. Málið er þó afar óhefðbundið þar sem að hann er dæmdur fyrir að lauma sterum í drykk síns helsta keppinautar.

Yasuhiro Suzuki hefur viðurkennt að lauma sterum í drykk annars ræðara á meistaramótinu í Japan í september síðastliðinn. Seiji Komatsu féll á lyfjaprófi en harðneitaði að hafa nokkru sinni tekið inn ólögleg lyf. Hið sanna kom síðar í ljós.

Lyfjaeftirlitið í Japan greindi frá þessu í dag og sagði að málið væri fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Siglingasambandið í Japan sagði enn fremur að allur árangur Suzuki hafi verið dæmdur ómerkur, auk þess sem að hann þarf nú að taka út átta ára keppnisbann.

Ólympíuleikarnir fara fram í Japan árið 2020 og var talið að Suzuki og Komatsu væru líklegastir til að keppa fyrir hönd heimamanna á leiknum í sinni íþrótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×