Flugeldalaus áramót fanganna á Hrauninu Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. desember 2017 07:00 Rólegheitin ráða ríkjum á Litla-Hrauni á einu fjörugasta kvöldi ársins og vart sést flugeldur á himninum yfir fangelsinu. Vísir/GVA Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“ Fangelsismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Áramót Gleði, glaumur, flugeldar og freyðandi gullin vín einkenna góðra vina fundi á gamlárskvöld. Kvöldið er því eðli málsins samkvæmt eitt það einmanalegasta á árinu hjá föngum sem eyða því fjarri sínum nánustu og heimsins glaumi. „Að mínu mati er miðnætti á gamlárskvöld, þegar allir eru að skjóta upp flugeldum, erfiðasta stundin hjá þeim sem eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. „Jólin eru vissulega mörgum erfið út af börnunum þeirra en á gamlárskvöld eru allir saman að skemmta sér.“ Þá bítur einsemdin en Guðmundur Ingi segir fangana og starfsfólk fangelsanna þó reyna að gera kvöldið eins ánægjulegt og mögulegt er. „Þetta er misjafnt eftir fangelsum. Á sumum stöðum er mönnum leyft að vera lengur frammi og vera í síma- og tölvusambandi lengur en venjulega. Þetta fer samt allt eftir ástandinu í húsunum hverju sinni.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Bragurinn er þó hátíðlegur. „Starfsfólkið er í hátíðarjúníformi og fangarnir uppáklæddir. Fangarnir sjá að mestu um matinn sjálfir og við reynum að hafa hann góðan. Menn vaka aðeins lengur og sumir reykja jafnvel vindla úti.“ Þegar landinn fagnar nýju ári og lýsir upp himininn með flugeldum sitja sumir fangar í þögn og myrkri þar sem flugeldarnir sjást misvel eða alls ekki frá sumum fangelsum. Þeir sem dvelja á Litla-Hrauni geta til dæmis ekki notið flugeldanna nema í sjónvarpi. „Það er ekki beint miklu skotið upp á Eyrarbakka. Ein og ein íla kannski.“ Um nokkurt árabil gerði hópur manna sér ferð að Hrauninu og bauð föngunum upp á flugeldasýningu sem lyfti stemningunni innan veggja fangelsisins. „Það það var ofboðslega gaman. Þetta var góður hópur með rosalega mikið magn af flugeldum sem kom og gerði sýningu. Þarna voru Sverrir Guðmundsson, Geiri á Goldfinger, Rúnar Maitsland og meira að segja Jón stóri.“ Guðmundur Ingi segir þetta því miður hafa lagst af enda hafi sumir úr hópnum safnast til feðra sinna. „Í fyrra reyndum við að fá björgunarsveitir og einhverja til þess að gefa okkur flugelda en það gekk mjög illa og rann út í sandinn.“ Guðmundur Ingi gerir ekki ráð fyrir að neinir flugeldar sjáist á himninum yfir niðurgrafinni Hólmsheiði og segir að á Sogni sé nánast bannað að skjóta upp flugeldum vegna dýranna í sveitinni. „Á Kvíabryggju mega fangarnir verða sér úti um flugelda. Þar er kveiktur varðeldur og flugeldum skotið upp undir öruggu eftirliti þeirra sem þar stjórna. Þetta hefur gengið vel og er falleg stund.“
Fangelsismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira