Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. desember 2017 15:30 Till er hér að lumbra á Cowboy Cerrone í Póllandi. vísir/getty Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að hann hefði síðan ekkert heyrt meira frá Till og gerði ekki ráð fyrir því að það yrði af bardaganum. Það er svo ekki að heyra á Till í dag að hugur hans sé við bardaga gegn Gunnari. Till lýsti því yfir fyrir helgina að hann vildi ólmur mæta Mike Perry en sér það ekki gerast þar sem Perry tapaði fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio um síðustu helgi. Perry fékk að kenna á puttunum á Ponzinibbio en þó ekki í sama mæli og Gunnar fékk að reyna í Glasgow. Till segist nú vera spenntastur fyrir því að mæta undradrengnum Stephen Thompson eða Kamaru Usman. „Ég væri til í að berjast við Thompson en held að pabbi hans leyfi honum ekki að berjast við mig. Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að forðast mig,“ segir Till. „Hann vill komast aftur í titilbardaga en hefur þegar tapað tveimur titilbardögum. Nú vill hann mæta RDA [Rafael dos Anjos] og veit að hann mun hafa betur. Hann ætti samt að berjast við mig því það yrði frábær bardagi. Ég veit að ég gæti rotað hann.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. Gunnar tjáði íþróttadeild á dögunum að hann hefði síðan ekkert heyrt meira frá Till og gerði ekki ráð fyrir því að það yrði af bardaganum. Það er svo ekki að heyra á Till í dag að hugur hans sé við bardaga gegn Gunnari. Till lýsti því yfir fyrir helgina að hann vildi ólmur mæta Mike Perry en sér það ekki gerast þar sem Perry tapaði fyrir augnpotaranum Santiago Ponzinibbio um síðustu helgi. Perry fékk að kenna á puttunum á Ponzinibbio en þó ekki í sama mæli og Gunnar fékk að reyna í Glasgow. Till segist nú vera spenntastur fyrir því að mæta undradrengnum Stephen Thompson eða Kamaru Usman. „Ég væri til í að berjast við Thompson en held að pabbi hans leyfi honum ekki að berjast við mig. Ég skil ekki af hverju þeir eru að reyna að forðast mig,“ segir Till. „Hann vill komast aftur í titilbardaga en hefur þegar tapað tveimur titilbardögum. Nú vill hann mæta RDA [Rafael dos Anjos] og veit að hann mun hafa betur. Hann ætti samt að berjast við mig því það yrði frábær bardagi. Ég veit að ég gæti rotað hann.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Sjá meira
Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12
Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00