Forsætisráðherra um kjararáð: Fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sést hér fyrir miðri mynd ganga frá þinghúsinu í Dómkirkjuna við þingsetningu í liðinni viku. Fyrir framan hana eru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sem fékk ríflega launahækkun með úrskurði kjararáðs um helgina. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. Í gær var greint frá því að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fái launahækkun um 18 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á sunnudaginn. Úrskurðurinn felur það í sér að biskup fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu þar sem launahækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. „Það er náttúrulega þannig að fyrir ári þá var farið í það af hálfu flestra flokka á Alþingi að breyta lögum um kjararáð. Þar með var þeim fækkað sem heyra undir ráðið, sett inn ákvæði um aukið gagnsæi í störfum kjararáðs. Þá var líka sett inn ákvæði um að úrskurðir skyldu taka mið af almennri launaþróun. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og við munum ræða málefni kjararáðs í okkar samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði og hvernig er hægt að ná aukinni sátt um þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um hvað henni finnist um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað um undanfarin misseri.Úrskurður kjararáðs nú tekur mið af gömlu lögunum Katrín segir að farið hafi verið ítarlega yfir fyrirkomulag og málefni kjararáðs þegar lögin voru endurskoðuð í fyrra. „Fyrirkomulagið sem slíkt er flókið og stóra grundvallaratriðið sem ég hef talið er að úrskurðir kjararáðs eiga að taka mið af almennri launaþróun sem sett var inn í lögin með skýrari hætti fyrir ári,“ segir forsætisráðherra. Fram kemur hins vegar í úrskurði kjararáðs vegna launa biskups að málið fari samkvæmt eldri lögum um kjararáð frá árinu 2006. Nýju lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2017 og var mál biskups þá þegar komið til meðferðar hjá ráðinu. Í nýjum lögum um kjararáð heyra biskupar, vígslubiskupar, prófastar og prestar ekki undir ráðið en samkvæmt bráðabirgðaákvæði á kjararáð þó að úrskurða um laun og starfskjör þessara stétta þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um launafyrirkomulag. Það samkomulag er ekki í höfn.Ekki komist hjá því að ræða um kjararáð við heildarsamtök á vinnumarkaði Katrín segir að stjórnvöld muni taka málefni kjararáðs til umræðu við heildarsamtök á vinnumarkaði vegna komandi kjaraviðræðna. „Við leituðum þeirra álits fyrir ári á vettvangi kjararáðs en það liggur alveg fyrir að það er fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu þannig að það þarf einfaldlega að taka þetta til skoðunar á nýjan leik,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að miklar launahækkanir kjararáðs undanfarið muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður segir hún að það verði ekki hjá því komist að ræða kjararáð. „Ég veit það og hef fylgst með því sem verkalýðshreyfingin hefur sagt um þetta mál þannig að það er auðvitað fráleitt að ætla annað en að þetta sé eitthvað sem verði á dagskrá í samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði.“ Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það alveg liggja fyrir að ekki ríki sátt í samfélaginu um kjararáð og ákvarðanir þess. Í gær var greint frá því að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fái launahækkun um 18 prósent samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á sunnudaginn. Úrskurðurinn felur það í sér að biskup fær 3,2 milljóna króna eingreiðslu þar sem launahækkunin er afturvirk til 1. janúar 2017. „Það er náttúrulega þannig að fyrir ári þá var farið í það af hálfu flestra flokka á Alþingi að breyta lögum um kjararáð. Þar með var þeim fækkað sem heyra undir ráðið, sett inn ákvæði um aukið gagnsæi í störfum kjararáðs. Þá var líka sett inn ákvæði um að úrskurðir skyldu taka mið af almennri launaþróun. Ég tel að það sé mjög mikilvægt og við munum ræða málefni kjararáðs í okkar samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði og hvernig er hægt að ná aukinni sátt um þetta fyrirkomulag,“ segir Katrín í samtali við Vísi aðspurð um hvað henni finnist um þær miklu launahækkanir sem kjararáð hefur úrskurðað um undanfarin misseri.Úrskurður kjararáðs nú tekur mið af gömlu lögunum Katrín segir að farið hafi verið ítarlega yfir fyrirkomulag og málefni kjararáðs þegar lögin voru endurskoðuð í fyrra. „Fyrirkomulagið sem slíkt er flókið og stóra grundvallaratriðið sem ég hef talið er að úrskurðir kjararáðs eiga að taka mið af almennri launaþróun sem sett var inn í lögin með skýrari hætti fyrir ári,“ segir forsætisráðherra. Fram kemur hins vegar í úrskurði kjararáðs vegna launa biskups að málið fari samkvæmt eldri lögum um kjararáð frá árinu 2006. Nýju lögin tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2017 og var mál biskups þá þegar komið til meðferðar hjá ráðinu. Í nýjum lögum um kjararáð heyra biskupar, vígslubiskupar, prófastar og prestar ekki undir ráðið en samkvæmt bráðabirgðaákvæði á kjararáð þó að úrskurða um laun og starfskjör þessara stétta þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um launafyrirkomulag. Það samkomulag er ekki í höfn.Ekki komist hjá því að ræða um kjararáð við heildarsamtök á vinnumarkaði Katrín segir að stjórnvöld muni taka málefni kjararáðs til umræðu við heildarsamtök á vinnumarkaði vegna komandi kjaraviðræðna. „Við leituðum þeirra álits fyrir ári á vettvangi kjararáðs en það liggur alveg fyrir að það er fjarri því að vera sátt um þetta í samfélaginu þannig að það þarf einfaldlega að taka þetta til skoðunar á nýjan leik,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að miklar launahækkanir kjararáðs undanfarið muni hafa áhrif á komandi kjaraviðræður segir hún að það verði ekki hjá því komist að ræða kjararáð. „Ég veit það og hef fylgst með því sem verkalýðshreyfingin hefur sagt um þetta mál þannig að það er auðvitað fráleitt að ætla annað en að þetta sé eitthvað sem verði á dagskrá í samtali við heildarsamtök á vinnumarkaði.“
Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57
Biskup knúið á um kauphækkun í rúm tvö ár Kjararáð hefur ákveðið að hækka mánaðarlaun Biskups Íslands um 271 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum, sem færir biskupi 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. 19. desember 2017 21:40