Birkir Már: Fullkominn tími til að koma í Val Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:52 Birkir Már Sævarsson í leik með Íslandi vísir/getty Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira