Handbolti

Guðjón Valur hjá Ljónunum til 2019

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón Valur í búningi Rhein-Neckar
Guðjón Valur í búningi Rhein-Neckar vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson framlengdi í kvöld samning sinn við þýska félagið Rhein-Neckar Löwen og er nú skuldbundinn félaginu til 2019.

Guðjón er 38 ára, en hann kom til félagsins frá Barcelona árið 2016. Hann hafði áður verið hjá félaginu á árunum 2008-2011. Hann varð Þýskalandsmeistari með félaginu í vor og varð fjórði markahæsti leikmaður Bundesligunnar á tímabilinu.

Skrifað var undir nýja samninginn rétt áður en leikur Rhein-Neckar og Flensburg hófst, en hann stendur nú yfir og eru Ljónin með fjögurra marka forystu í hálfleik.

Guðjón Valur hefur orðið landsmeistari með sínu félagsliði síðustu 6 ár í röð, er fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og var í dag útnefndur handknattleiksmaður ársins af Handknattleikssambandi Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×