Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur 22. desember 2017 12:00 Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er ný bók sem gaman er að lesa saman og ræða til að útvíkka sjóndeildarhringinn. Hún hentar öllum aldurshópum. „Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er eftir tvær ítalskar konur sem heita Elena Favilli og Francesca Cavallo. Þeim þótti vanta bók með sögum af alvöru konum og stelpum sem væru góðar fyrirmyndar fyrir stelpur á öllum aldri. Sögurnar byrja oftast á „Einu sinni var ...“, eins og ævintýrin, og hver opna er sett upp sem frásögn af lífshlaupi sögupersónunnar og mynd af henni. Þetta kemur afar fallega út. Sögurnar segja frá mótandi atviki í lífi þessara kvenna og stúlkna og á hverri opnu er líka tilvitnun í viðkomandi persónu,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri útgáfu hjá Forlaginu.Falleg og eiguleg bókHöfundarnir söfnuðu fyrir útgáfu bókarinnar á hópsöfnunarsíðu en áttu ekki von á þeim gífurlegu undirtektum sem söfnunin hlaut, að sögn Stellu. „Það var greinilegt að fleiri töldu þörf á bók á borð við þessa því viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Mikið er lagt í þessa bók, hún er mjög eiguleg, fallega innbundin og höfundarnir fengu listamenn í lið með sér sem myndskreyttu hana á glæsilegan hátt,“ upplýsir Stella.Hetjur frá ýmsum tímabilumSöguhetjurnar í Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eru frá ýmsum tímabilum. „Hér eru á ferðinni sögur af konum frá Egyptalandi til forna og allt til nútímans. Sögurnar eru m.a. um stjórnmálakonur, vísindakonur, prinsessur, drottningar, sjóræningja, listakonur og íþróttakonur frá öllum heimsins hornum. Margar þessara kvenna hafa ekki hlotið mikla athygli þrátt fyrir ýmsar merkilegar uppgötvanir og fífldjörf ævintýri en þær eru allar góðar góðar fyrirmyndir fyrir stelpur sem vilja breyta heiminum. Þarna má sem dæmi lesa um mjög ungar og áhugaverðar konur sem hafa, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað ýmislegt stórkostlegt,“ segir Stella. Þótt bókin heiti Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er hún að sjálfsögðu fyrir alla, stelpur og stráka og mömmur og pabba. „Þetta er frábær bók til að lesa saman og ræða, og líka til að víkka út sjóndeildarhringinn. Hún er flokkuð sem barnabók en hentar fyrir alla aldurshópa,“ bendir Stella á. Magnea Matthíasdóttir þýddi Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur. Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira
Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er ný bók sem gaman er að lesa saman og ræða til að útvíkka sjóndeildarhringinn. Hún hentar öllum aldurshópum. „Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er eftir tvær ítalskar konur sem heita Elena Favilli og Francesca Cavallo. Þeim þótti vanta bók með sögum af alvöru konum og stelpum sem væru góðar fyrirmyndar fyrir stelpur á öllum aldri. Sögurnar byrja oftast á „Einu sinni var ...“, eins og ævintýrin, og hver opna er sett upp sem frásögn af lífshlaupi sögupersónunnar og mynd af henni. Þetta kemur afar fallega út. Sögurnar segja frá mótandi atviki í lífi þessara kvenna og stúlkna og á hverri opnu er líka tilvitnun í viðkomandi persónu,“ segir Stella Soffía Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri útgáfu hjá Forlaginu.Falleg og eiguleg bókHöfundarnir söfnuðu fyrir útgáfu bókarinnar á hópsöfnunarsíðu en áttu ekki von á þeim gífurlegu undirtektum sem söfnunin hlaut, að sögn Stellu. „Það var greinilegt að fleiri töldu þörf á bók á borð við þessa því viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Mikið er lagt í þessa bók, hún er mjög eiguleg, fallega innbundin og höfundarnir fengu listamenn í lið með sér sem myndskreyttu hana á glæsilegan hátt,“ upplýsir Stella.Hetjur frá ýmsum tímabilumSöguhetjurnar í Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eru frá ýmsum tímabilum. „Hér eru á ferðinni sögur af konum frá Egyptalandi til forna og allt til nútímans. Sögurnar eru m.a. um stjórnmálakonur, vísindakonur, prinsessur, drottningar, sjóræningja, listakonur og íþróttakonur frá öllum heimsins hornum. Margar þessara kvenna hafa ekki hlotið mikla athygli þrátt fyrir ýmsar merkilegar uppgötvanir og fífldjörf ævintýri en þær eru allar góðar góðar fyrirmyndir fyrir stelpur sem vilja breyta heiminum. Þarna má sem dæmi lesa um mjög ungar og áhugaverðar konur sem hafa, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað ýmislegt stórkostlegt,“ segir Stella. Þótt bókin heiti Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur er hún að sjálfsögðu fyrir alla, stelpur og stráka og mömmur og pabba. „Þetta er frábær bók til að lesa saman og ræða, og líka til að víkka út sjóndeildarhringinn. Hún er flokkuð sem barnabók en hentar fyrir alla aldurshópa,“ bendir Stella á. Magnea Matthíasdóttir þýddi Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur.
Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Sjá meira