Hurð skall nærri hælum nærri Hellu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2017 11:46 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið er úr bíl Bessa. Litlu mátti muna. Bessi Jónsson Óhætt er að segja að litlu hafi mátt muna að alvarlegt bílslys yrði á Suðurlandsvegi nálægt Hellu á miðvikudagsmorgun. Svo virðist sem skyndileg ákvörðun ökumanns fremstu bifreiðar í fjögurra bíla holli að hægja á sér hafi orðið til þess að ökumaður bílsins fyrir aftan taldi sig þurfa að aka útaf veginum. Beygði hann yfir á rangan vegahelming þar sem Bessi Jónsson kom akandi og munaði sekúndubroti að ekki yrði árekstur. Bessi birti upptöku úr bíl sínum á Facebook í gær sem sýnir hve litlu mátti muna. „Djö… munaði minnstu að ég hefði ekki komist heim fyrir jól,“ segir Bessi og er eðlilega ekki skemmt. Snjór og krapi er á veginum, eins og sést í myndbandinu, og færð því ekki með besta móti. Sigurður William Brynjarsson tjáir sig um atvik en hann var ökumaður þriðja bílsins. Hann segir fremsta bílinn, sem hann telur hafa verið kínverska ferðamenn, hafa hægt á sér og sá næsti ekið útaf til að forðast hann. „Ég var þriðji bíllinn. Bremsaði og fékk þann fjórða aftan á mig,“ segir Sigurður. Á honum má skilja að sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki. Rétt er að minna á að aftanákeyrslur eru á meðal algengustu umferðaróhappa hérlendis. Það má meðal annars rekja til of lítils bils á milli bíla. Á vefsíðu Samgöngustofu má finna ráðleggingar um hvernig viðhalda skuli góðu bili milli bila. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Óhætt er að segja að litlu hafi mátt muna að alvarlegt bílslys yrði á Suðurlandsvegi nálægt Hellu á miðvikudagsmorgun. Svo virðist sem skyndileg ákvörðun ökumanns fremstu bifreiðar í fjögurra bíla holli að hægja á sér hafi orðið til þess að ökumaður bílsins fyrir aftan taldi sig þurfa að aka útaf veginum. Beygði hann yfir á rangan vegahelming þar sem Bessi Jónsson kom akandi og munaði sekúndubroti að ekki yrði árekstur. Bessi birti upptöku úr bíl sínum á Facebook í gær sem sýnir hve litlu mátti muna. „Djö… munaði minnstu að ég hefði ekki komist heim fyrir jól,“ segir Bessi og er eðlilega ekki skemmt. Snjór og krapi er á veginum, eins og sést í myndbandinu, og færð því ekki með besta móti. Sigurður William Brynjarsson tjáir sig um atvik en hann var ökumaður þriðja bílsins. Hann segir fremsta bílinn, sem hann telur hafa verið kínverska ferðamenn, hafa hægt á sér og sá næsti ekið útaf til að forðast hann. „Ég var þriðji bíllinn. Bremsaði og fékk þann fjórða aftan á mig,“ segir Sigurður. Á honum má skilja að sem betur fer hafi ekki orðið alvarleg slys á fólki. Rétt er að minna á að aftanákeyrslur eru á meðal algengustu umferðaróhappa hérlendis. Það má meðal annars rekja til of lítils bils á milli bíla. Á vefsíðu Samgöngustofu má finna ráðleggingar um hvernig viðhalda skuli góðu bili milli bila.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira