Innlent

Fara fram á þriggja vikna einangrun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Annar mannanna sem leiddur var fyrir dómara á fjórða tímanum grunaður um aðild að málinu.
Annar mannanna sem leiddur var fyrir dómara á fjórða tímanum grunaður um aðild að málinu. Vísir/Ernir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á þriggja vikna rannsóknargæslu, þ.e. gæsluvarðhald í einangrun, yfir tveimur Pólverjum sem grunaðir eru um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti hér á landi. 

Mennirnir tveir voru leiddir fyrir dómara á fjórða tímanum. Þriðja manninum var sleppt á miðvikudaginn. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu, segir manninn enn hafa réttarstöðu sakbornings í málinu.

Mennirnir voru leiddir fyrir dómara hvor í sínu lagi.Vísir/Ernir
Dómari á eftir að taka afstöðu til kröfu lögreglunnar. Mennirnir eru tveir af fimm Pólverjum sem handteknir voru hér á landi þann 12. desember síðastliðinn. Þeir tveir sem leiddir voru fyrir dómara í dag hafa því setið í einangrun í tíu daga.

Í aðgerðum lögreglu var lagt hald á fasteignir, bíla og reiðufé að andvirði um 200 milljóna króna. Sömuleiðis fíkniefni en söluvirði þeirra er talið nema um 400 milljónum króna.

Meðal þeirra sem voru handteknir eru eigendur Euro Market, pólskra smávöruverslana hér á landi. 


Tengdar fréttir

Euro Market viðriðið glæpahringinn

Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market.

Einum hinna grunuðu sleppt

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Ekki þótti ástæða til að hafa hann lengur í varðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×