Gengið á afgang fjárlaga næsta árs með viðbótarútgjöldum Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2017 19:30 Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira