Handbolti

Viggó markahæstur í dramatísku jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili.
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili. vísir/ernir
Viggó Kristjánsson var markahæstur í liði Westwien sem gerði jafntefli við UHK Krems í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó skoraði 8 mörk, þar af 2 úr vítaskotum. Viggó er þriðji markahæstur í deildinni með 102 mörk. Stutt er í Dean Pomorisac í öðru sætinu, en hann hefur skorað 114 mörk. Sá sem er efstur á lista er hins vegar Srdjan Predragovic með 172 mörk, litlum 70 meira en Viggó hefur skorað, en þeir hafa báðir leikið 17 leiki.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði 3 mörk fyrir Westwien í leiknum.

Westwien náði forystu snemma leiks og fór með þriggja marka forystu í hálfleikinn, 14-17. Áfram héldu gestirnir sama krafti í seinni hálfleik, voru með þriggja til fjögurra marka forystu lengi af þar til á síðustu tíu mínútunum þegar heimamenn náðu að klóra í bakkann.

Það voru aðeins fjórar sekúndur eftir af leiknum þegar Jakob Jochmann jafnaði leikinn úr vítaskoti og tryggði heimamönnum stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×