Hjónin Gísli Eiríksson og Þórunn Jónsdóttir sem búa í Þorlákshöfn hafa vitað lengi af trénu á sandinum nokkrum kílómetrum áður en komið er til Þorlákshafnar.
Þeim fannst tréð alltaf einmana, enda eina grenitréð á stóru svæði, eitt og yfirgefið. Þau ákváðu að taka tréð í fóstur um jólin og skreyta það vegfarendum og íbúum Þorlákshafnar til mikillar ánægju.
„Þetta átti nú bara að vera svona létt grín í upphafi,“ segir Þórunn.
„Mér sýnist að öllu að þessu hafi annaðhvort verið hent hingað eftir jól eða fokið af bíl,“ segir Gísli. 1400 perur eru á trénu glæsilega.
Rætt var við Þórunni og Gísla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá að neðan.