Kjarri tjaldbúi kominn í skjól: „Fyrst leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. desember 2017 20:00 Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fimm einstaklingar hafa nú flutt af tjaldsvæðinu í Laugardal í húsnæði borgarinnar á Víðinesi gegn fimmtíu þúsund króna leigu á mánuði. Kjartan Theódórsson, sem er einnig þekktur sem Kjarri tjaldbúi, er einn þeirra. Víðines er í ríflega tíu kílómetra frá næstu byggð í Mosfellsbæ og leggur Kjartan til að boðið verði upp á hópferðir á morgnana og kvöldin í bæinn. „Hér eru engar strætóferðir og maður þarf að labba 4-7 kílómetra til að komast í strætó. Maður er ekkert hér á ferli á kvöldin, það er svo mikið myrkur," segir Kjartan. Annars er hann ánægður með að hafa komist í skjól fyrir jólin en segir það þó hafa verið undarlega tilfinningu að flytja inn í húsið. „Fyrst þegar ég kom hingað leið mér eins og ég ætti þetta ekki skilið. Þetta var ákveðið áfall eftir að hafa verið á götunni í sex mánuði. Ég brotnaði niður fyrsta daginn og langaði eiginlega aftur í tjaldið eða hjólhýsið. Mér fannst þetta bara of mikið," segir Kjartan sem kallar eftir áfallahjálp fyrir heimilislaust fólk. „Mér fannst vanta starfsmann sem gæti stutt mann. Það er ákveðið áfall að komast inn í húsnæði - fólk þarf meiri hjálp en að kasta því í herbergi og málið dautt.“Kleó og Svanur eru sátt á Víðinesi, loksins komin með þak yfir höfuðið.vísir/skjáskotSvanur Elí Elíasson hefur búið í bíl á tjaldsvæðinu síðustu mánuði með hundinn sinn, hana Kleó, og er alsæll með að vera loksins kominn með húsnæði fyrir þau. Hann segir ómögulegt að fá herbergi á húsnæðismarkaðnum þegar maður er með hund. „Þetta litla grey, sem ég elska út af lífinu, ég fórnaði öllu fyrir hana og fór í bílinn til að við gætum verið saman. Þetta er svo ljúft og gott grey, og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa hana," segir Svanur og lýsir því þegar Kleó fór fyrst inn í nýja herbergið á Víðinesi og fékk víðáttubrjálæði eftir að hafa búið í þrengslum í bílnum. Baráttan heldur þó áfram. Tjaldbúar eru búnir að sigra Laugardalinn, eins og þeir orða það, en næst er að komast í varanlegt húsnæði og hjálpa þeim sem enn eru í neyð. „Það eru til dæmis 7-8 herbergi laus hérna og mér finnst skrýtið að það sé ekki búið að fylla húsið. Við í Laugardalnum erum ekki þau einu á götunni," segir Kjartan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Flestir dvelja á tjaldsvæðinu í Laugardal vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði. 9. desember 2017 09:55