Annatími hjá sorphirðufólki: Fólk hvatt til að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 15:30 Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert til að auðvelda sorphirðu. Vísir/Anton Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“ Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“
Umhverfismál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira