Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2017 20:00 Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar. Skíðasvæði Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar.
Skíðasvæði Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira