Dreymir snjóbyssur á hverri nóttu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2017 20:00 Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar. Skíðasvæði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Það var fjölmennt í góðviðrinu í Bláfjöllum í dag þegar skíðasvæðið var opnað á ný eftir nokkurra daga hlé. Rekstrarstjóra dreymir um snjóbyssu í brekkurnar til þess að nýta megi svæðið betur. Skíðafærið var mjög gott víðast hvar á landinu í dag. Í morgun var þó hvasst í Bláfjöllum og var starfsfólk upphaflega sent heim þar sem ekki þótti hægt að opna. Að íslenskum hætti breyttist veðrið hins vegar snögglega og ákvað rekstrarstjóri að taka úr lás þrátt fyrir að vera fáliðaður. „Svona þremur til fjórum mínútum eftir að ég var búinn að segja að það væri lokað kom bongóblíða. Þá ákváðum við að opna og setja allt í gang aftur. Sumir dagar eru bara svona," segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri, en vegna manneklunnar var þó ákveðið að hafa frítt inn á svæðið. Bláfjöll hafa einungis verið opin í örfáa daga í vetur og segir Einar það leiðinlega stöðu á stærsta skíðasvæði landsins sem væri hægt að nýta betur. „Ef við hefðum snjóbyssur hefðum við annað hvort getað opnað hér 1. desember eða um miðjan nóvember. Hér er búið að vera frost í átta vikur fyrir utan einhverja nokkra daga," segir Einar.Það er eitthvað sem þið teljið vanta hér? „Mig dreymir þær allavega á hverri nóttu. Þeir hljóta að fara að hlusta á mig," segir Einar léttur. Ýmsar breytingar eru þó fyrirhugaðar og er búið að vinna stefnumótunarvinnu um miklar endurbætur á lyftum og skálum í Bláfjöllum sem til stendur að leggja fyrir bæjar- og borgaryfirvöld á næstunni. Þá verður ný brettalyfta sett upp fyrir næsta vetur. „Við breyttum hérna í sumar töluvert miklu og fórum í mikla landmótun. Við ætlum síðan að setja sérlyftu fyrir brettafólkið næsta sumar. Við teljum að það verði til mikilla bóta, bæði fyrir þau og fólkið sem er í Kónginum; það minnkar röðina þar. Þetta verður þá líklegast fyrsta svæðið á landinu sem verður með sérlyftu fyrir brettabrekku," segir Einar.
Skíðasvæði Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira