Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2017 11:19 Frá vettvangi um klukkan 14:30 í dag. Vísir/Vilhelm Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Alvarlegt umferðarslys varð þegar rúta með 44 kínverska ferðamenn innanborðs fór útaf veginum og valt eftir árekstur við fólksbíl á Suðurlandsvegi um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri rétt upp úr klukkan ellefu í morgun. Slysið varð með þeim hætti að rútunni var ekið aftan á fólksbíl. Ökumaður fólksbílsins, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. 33 einstaklingar voru fluttir af slysstað í fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir, þeirra á meðal rútubílstjórinn sem er íslenskur, og eru þyrlurnar lentar í Reykjavík. Einn er látinn. Því til viðbótar voru ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi frá Litháen sem slösuðust ekki. Fólkið var allt flutt áleiðis til höfuðborgarinnar síðdegis. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leiðinni á vettvang.Vísir/map.is Þetta er það sem við vitum um slysið: Einn lést og a.m.k. tólf slösuðust alvarlega og voru flutt af vettvangi í þyrlu Tveir farþegar festust undir rútunni og tók langan tíma að ná þeim þaðan. Annar þeirra var upphaflega talinn látinn en reyndist alvarlega slasaður. Allar þrjár þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í aðgerðum Ökumaður fólksbifreiðarinnar og farþegi, ferðamenn frá Litháen, slösuðust ekki alvarlega Miklar annir voru á Landspítalanum Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum í O-flokki vegna slyssins Þjóðvegi 1 var lokað við Klaustur og verður lokuð fram á kvöld. Hjáleið er um Meðallandsveg. Kínverskir túlkar fóru á vettvang. Mikil hálka var á vettvangi og bratt niður af veginum þaðan sem rútan valt Fylgst var með nýjustu vendingum jafnóðum í vaktinni.
Ferðamennska á Íslandi Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03