Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Þórdís Valsdóttir skrifar 27. desember 2017 13:00 Biðtíminn á bráðamóttöku Landspítalans er verulega lengdur. Vísir/Anton Brink „Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“ Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
„Þetta er annasamasti dagur ársins almennt hjá okkur og svo kemur þetta mjög svo alvarlega umferðarslys ofan á það og hér er hreinlega allt á hliðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarkona Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. Á hverju ári er mikill þungi á spítalanum eftir hátíðarnar og í kjölfar alvarlegs umferðarslyss á Suðurlandsvegi er þunginn meiri en búist var við. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið sendar á slysstað. Einn er látinn og sjö alvarlega slasaðir eftir slysið. „Það eru margir mjög mikið slasaðir eftir þetta slys og þau eru á leiðinni til okkar núna,“ segir Anna Sigrún. „Við þurfum að reyna eins og við getum að beina fólki frá spítalanum eins og unnt er en við viljum auðvitað að þeir komi sem þurfa að koma til okkar. Við vonum að fólk geti leitað á heilsugæslustöðvar eða á læknavaktina með minniháttar veikindi,“ segir Anna Sigrún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.Vísir/GVAHún segir að biðtíminn á spítalanum sé verulega lengdur. „Búast má við verulega lengdum bíðtíma núna fyrir þá sem eru minna veikir eða minna slasaðir því við eigum von á töluverðum fjölda úr þessu slysi," segir Anna Sigrún og bætir við að biðtíminn geti verið fjöldi klukkutíma og búast megi við því að sjúklingar gætu þurft að bíða fram á kvöld.Sérfræðingur flokkar sjúklinga „Við munum hafa sérfræðing sem mun flokka þá sjúklinga sem hingað koma með skipulögðum hætti. Þetta gerum við til að missa ekki af þeim sem ættu að koma til okkar," segir Anna Sigrún.Uppfært klukkan 18:13Landspítali hefur verið færður af gulu viðbragðsstigi. Álag og ástand á spítalanum er nú með eðlilegum hætti miðað við árstíma, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins hjá okkur.Uppfært 13:38: Eftirfarandi tilkynning barst fjölmiðlum frá Landspítalanum: „Landspítali hefur verið settur á gult viðbragðsstig vegna alvarlegs rútuslyss sem varð í morgun skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Mikið álag er núna á bráðamóttöku Landspítala, en þetta er jafnan einn af annasömustu dögum ársins þar. Af þeirri ástæðu vilja stjórnendur spítalans, að höfðu samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, minna fólk á móttökur heilsugæslunnar sem og Læknavaktina. Náið samstarf er við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu við aðstæður sem þessar. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu. Fjöldi starfsfólks hefur verið kallaður til starfa vegna þessa atburðar, skurðstofur hafa verið opnaðar og fyrirhuguðum aðgerðum frestað. Þá er gert ráð fyrir auknum sjúklingafjölda á gjörgæsludeildum spítalans og mönnun aukin til samræmis við það.“
Landspítalinn Tengdar fréttir Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45 Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Landspítalinn er í viðbragðsstöðu vegna slyssins. 27. desember 2017 12:45
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19