Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2017 20:11 Frá vettvangi slyssins í dag. Vísir/Vilhelm Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í rútuslysinu á Suðurlandsvegi í morgun. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Þetta staðfesti Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. Slysið varð á Þjóðvegi 1 um Eldhraun, skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Ökumaður fólksbíls, ferðamaður frá Litháen, var að beygja inn á útsýnisstað vestan Hunkubakka þegar rútan lenti aftan á bifreiðinni og síðan norður fyrir veg og valt þar á hliðina. Um borð í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn auk leiðsögumanns og bílstjóra og köstuðust nokkrir farþegar út. Tveir þeirra lentu í rútunni og festust en ferðamennirnir voru í dagsferð um suðurströnd landsins. Allt tiltækt lið sjúkraliða, lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita á Suðurlandi var kallað út auk þess sem slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi mannskap austur, meðal annars með einni af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þrjár þyrlur voru svo notaðar til að ferja slasaða af vettvangi. Tólf voru fluttir með þyrlum af vettvangi alvarlega slasaðir. Fjallað var ítarlega um slysið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Kaótískt ástand á vettvangi Tekið var á móti óslösuðum og minna slösuðum í fjöldahjálparstöðinni á Kirkubæjarklaustri. Lögreglan á Suðurlandi virkjaði hópslysaáætlun sína og var aðgerðum stjórnað úr björgunarmiðstöðinni á Selfossi, sem og samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Aðspurður sagði Þorsteinn M. Kristinsson, lögregluvarðstjóri á Kirkjubæjarklaustri, að ástandið á slysstað hefði verið kaótískt. „Já, það má segja það. Það var margt fólk sem var í þessu slysi.“Mikið álag á heilbrigðisstofnunum Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurlandi, sagði að rútuslys væru nánast árleg í umdæminu. Menn séu því fljótir í gírinn. „Það sem að breytir hjá okkur núna það er þessi fjöldi sem er alvarlega slasaður, því að þetta fyllir væntanlega fullmikið getu sjúkrastofnana á landinu að sinna þeim sem eru svona alvarlega slasaðir.“ Mikið álag var á heilbrigðisstofnunum landsins í dag, einkum á bráðamóttöku Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem og Blóðbankanum. Landsspítalinn var til að mynda settur á gult viðbragðsstig vegna slyssins í morgun. „Það komu til okkar 12 sjúklingar í tveimur þyrlum laust fyrir klukkan hálf 3. Það eru þeir sem eru meira slasaðir,“ sagði Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann sagði samstarf allra viðbragðsaðila og heilbrigðisstofnana hafa verið mjög gott, sem skipti gríðarlega miklu máli þegar svona slys ber að.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44 Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Íslenskur bílstjóri rútunnar meðal hinna slösuðu Búið er að taka skýrslu af bílstjóra fólksbifreiðarinnar og farþega hennar, ferðamönnum frá Litháen, en þeir slösuðust ekki alvarlega. 27. desember 2017 17:42
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19
Þriðja þyrlan kölluð út vegna slyssins TF-LÍF er nýlögð af stað af vettvangi með slasaða. 27. desember 2017 13:44
Margra klukkutíma bið á Landspítalanum: „Hér er hreinlega allt á hliðinni“ Mikill þungi er á Landspítalanum í dag. Margir verulega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys vestur við Kirkjubæjarklaustur eru á leið á spítalann. Spítalinn biður fólk um að leita aðstoðar annarsstaðar vegna minniháttar veikinda. 27. desember 2017 13:00