Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 06:34 Vignir Þór Siggeirsson er þakklátur öllum þeim sem unnu að björguninni í gær. Vísir/Vilhelm Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. Þannig sé orsaka rútuslyssins á Suðurlandsvegi í gær meðal annars að leita í aksturslagi bílstjóra fólksbifreiðarinnar sem rúta fyrirtækisins hafnaði á með þeim afleiðingum að einn lést og tólf slösuðust alvarlega. Talsmaðurinn, Vignir Þór Siggeirsson, segist í færslu á Facebook vera þakklátur öllum þeim viðbragðsaðilum og íbúum Skaftárhrepps sem komu að björguninni í gær. Hann harmar slysið og segir hug allra starfsmanna Hópferðabíla Akureyrar vera hjá aðstandendum stúlkunnar sem lést, rétt eins og hjá bílstjóra fyrirtækisins og öðrum sem slösuðst í Eldhrauni. Segist hann hafa nefnt það við löggæslumenn á vettvangi í gær að íslensk ferðaþjónusta ætti við nýtt vandamál að stríða. „Bílstjórar hefðu frá fyrstu dögum bílamenningar barist við veður, snjó, hálku og lausagöngu búfjár,“ segir Vignir og bætir við að sum þessara vandamála væru úr sögunni en önnur ekki. Hins vegar búi ferðaþjónustan við eitt stórt og mikið vandamál sem Vignir áætlar að sé hættulegasti farartálmi og slysavaldur á íslenskum þjóðvegum.Sjá einnig: Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu „Það eru skyndiákvarðanir ökumanna á bílaleigubílum sem snarhemla á miðjum þjóðvegi ef eitthvað áhugavert sést eða gerist. Eða þá að þeir átta sig á að þeir eru að fara ranga leið og taka U-beygju á vegi fyrirvararlaust án þess að hugsa eða sjá fyrir sér aðra umferð í kringum sig,“ segir Vignir í færslunni. Hann kallar jafnframt eftir meira eftirliti með umferð á milli Víkur í Mýrdal og Jökulsárslón. Þó svo að leiðin sé undir umferðarmörkum Vegagerðarinnar um hálkuvarnir í efsta flokki - „verður Vegagerðin að átta sig á því að sennilega er yfir 70% af farartækjum þeirrar talningar með alls-óvana ökumenn undir stýri!“ segir Vignir. Tekur hann þar í sama streng og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, sem sagði í gær að það væri furða að vegurinn austan Víkur sé í svo lágum þjónustuflokki í ljósi umferðarinnar um veginn. Vignir lýkur færslu sinni á því að brýna fyrir starfsmönnum ferðaþjónustunnar að hleypa ekki farþegum út úr bíl á slysstað. „Farþegar eiga ekkert erindi inn á slysstað, því miður gerðist það í dag á slysstað að rúta hleypti öllum sínum farþegum út úr bílnum sem tafði fyrir og raskaði verksummerkjum á slysstað. Við hljótum öll að vera sammála um að halda farþegum inn í bíl, þó að leiðsögumaður og bílstjóri geti komið til aðstoðar á slysstað,“ segir talsmaður Hópferðabíla Akureyrar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11
Búið að opna Suðurlandsveg á ný Lokað var fyrir umferð um þjóðveginn í dag vegna rútuslyss. 27. desember 2017 21:20